Dýraverndarinn - 01.11.1959, Síða 13
veitt. Þá má geta þess, að gæzlunefnd félagsins lét
til sín taka og hafði áhrif, en starf hennar var,
samkv. 9. gr. laga félagsins, eins og hér segir:
„Starf gæzlumanna skal í því falið að gæta
þess, hvort illa sé farið með skepnur, og lög eða
reglugerðir um dýraverndun brotin. Verði þeir
varir við slíkar misfellur, skulu þeir þegar til-
kynna það stjórn félagsins.“
. . . Arið 1950, 9. október, mættu nokkrir menn,
sem höfðu verið í félaginu, til fundar, og var til-
gangurinn að ræða endurlífgun þess. Forgöngu-
maður var Björn Jóhannesson forstjóri. I nefnd
til að vinna að málinu voru kosnir: Björn Jóhann-
esson, Þorvaldur Arnason og Jón Gestur Vigfús-
son. Nefndin kom saman 4. des., og hafði þá verið
talað við þá af meðlimum félagsins, sem enn voru
á lífi og til náðist. Til 8 náðist ekki, 35 neituðu
þátttöku, en 28 játuðu, og 10 nýir höfðu bætzt
við. Var ákveðið að endurlífga félagið og leita til
fleiri manna. Nefndin ákvað síðan á fundi 15.
janúar 1951, að aðalfundur félagsins skyldi hald-
inn 18. s. m. Var svo aðalfundurinn haldinn nefnd-
an dag, kl. 9 e. h.
Björn Jóhannesson setti fundinn og stjórnaði
honum og kvaddi Jón Gest Vigfússon til fundar-
ritara. Björn hafði framsögu um nauðsyn þess að
endurvekja félagið. Hefðu furðu margir hinna
gömlu félaga reynzt því tryggir, og sérstaklega
þakkaði hann gjaldkeranum, séra Þorvaldi Jak-
obssyni, sem hefði skilað þannig fjárreiðum félags-
ins og öðrum plöggum, að á betra yrði ekki kosið,
og Jóni Þorleifssyni, kirkjugarðsverði, sem hefði
reynzt frábærlega vel sem gæzlumaður.
Umræður urðu miklar á fundinum, og voru
gerðar eftirfarandi samþykktir:
1. Askorun á Alþingi um bann gegn minka-
eldi. 2. Áskorun á sama aðila um alfriðun rjúpna.
3. Áskorun á bæjarstjórn Hafnarfjarðar um
varnir gegn fugladrápi í bæjarlandinu. 4. Áskor-
un til bæjarbúa um að gefa smáfuglum í vetrar-
harðindum og um að hlynna að fuglalífi á læknum.
í stjórn félagsins voru kosnir: Forseti Þorvald-
ur Árnason, ritari Jón Gestur Vigfússon, gjald-
keri Jón Sigurgeirsson og meðstjórnendur Björn
Jóhannesson og Jón Þorleifsson. I varastjórn voru
kosnir Ingólfur Flygenring, varaforseti, og Krist-
ján Steingrímsson og Guðmundur Kr. Guðmunds-
son. Loks voru kosnir gæzlumenn þeir Þórður
Þórðarson, Guðjón Gunnarsson og Guðmundur
Jónasson. Árgjald var ákveðið tíu krónur. Á að-
alfundi 16. des. 1953 lét Þorvaldur Árnason af
forsetastörfum, en í hans stað var kosinn Þórður
Þórðarson, og hefur hann siðan verið forseti fé-
lagsins fram að þessu, og stjórnina hafa skipað
sömu menn og þegar félagið var endurvakið, að
undanskildum þeim Þorvaldi Árnasyni og Jóni
Þorleifssyni, sem báðir eru látnir, en i þeirra stað
komu Þórður Þórðarson og Sigurður Þórðarson.
Af þeim málum, sem félagið hefur látið til sín
taka, skal þessara getið: Fylgzt með fóðrun og
aðhlynningu dýra og vandað um við þá, sem ekki
hafa farið, að dómi stjórnar og gæzlumanna, vel
með þær skepnur, sem þeir hafa haft undir hönd-
um. Stundum hefur mönnum verið vant fóðurs,
stundum húsakostur lélegur og fénaður stundum
verið of seint tekinn í hús — og hefur félagið
jafnan fengið fram úrbætur. Aflífun flækingskatta
í umdæmi bæjarins. Hefur félagið notið til þeirra
nauðsynlegu framkvæma nokkurs styrks úr bæj-
arsjóði. Bygging tveggja hólma í læknum og að-
hlynning að fuglalífi þar. Hefur félagið verið svo
heppið að eiga tvo afbrigða mikla dýravini í nánd
við lækinn, þau Ingveldi Gísladóttur, Tjarnar-
braut 15, og Guðjón Bjarnason, Krosseyrarvegi
3. Þau hafa jafnan safnað brauði og ýmsum mat-
arúrgangi og gefið fuglunum daglega, og hafa þau
bæði verið kosin heiðursfélagar. Dagsdaglega hef-
ur svo verið ýmislegt, sem nauðsynlegt hefur
reynzt að félagið skipti sér af, og yrði of langt
að telja það allt.
Af því, sem nokkuð hefur verið hægt um að
bæta, en nauðsynlegt er, að ráða bót á til fulls,
má einkum nefna olíupláguna. Skip, sem flytja
olíu á hafnir, dæla eða missa af kæruleysi oliu í
sjóinn, og af því hlýzt mikið skaðræði fyrir fugla-
lífið. Olían sezt í fiðrið, fuglamir hætta að geta
varizt vætu og kulda og veslast upp með harm-
kvælum. Hér í Hafnarfirði — eins og annars stað-
ar — hefur þetta komið fyrir — og það oft. Yfir
því hefur verið kröftuglega kvartað, enda hefur
þetta minnkað í seinni tíð, þótt enn sé ekki ör-
grannt um, að það eigi sér stað.
Starfsemi Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar
hefði getað verið öflugri og áhrifameiri, en hún
hefur samt áreiðanlega komið að svo miklu gagni,
að árangurinn sýnir greinilega nauðsyn þess, að
DÝRAVERNDARINN
77