Dýraverndarinn - 01.11.1959, Síða 6
aafmmi
BÆRINN Básar í Grímsey er nyrzti bóndabær á
íslandi. Vestur af bænum eru lágir klettabakkar
með stórgrýttri urð í fjöru. Inn í bakkana gengur
grunn vík, sem nefnist Stekkjarvik. Nes kletta-
bakkanna, sem teygjast lengst fram til sjávar,
sinn hvorum megin víkurinnar, nefnast Litli- og
Stóri-Múli. Er sá stóri norðar. Suður af Litla-Múla
eru klettabakkarnir það lágir, að auðveld ganga
er af bakkanum niður í urðina. Niður bakkahall-
ann nærri skreið ég í sumar, lét sem minnst fara
fyrir mér og gætti þess, að ekkert hljóð af mínum
völdum ryfi lognværð júlíkvöldsins. Ég var fullur
eftirvæntingar: Mundi mér nú auðnast að sjá
haftyrðla í þessari einu varpstöð þeirra í Evrópu?
Eg mjakaði mér með bakkanum á efstu urðar-
steinunum til þess að komast sem næst urðinni
undir Litla-Múla, án þess að verða séður af haf-
tyrðlum, sem vonandi sætu undir múlanum. Allt
í einu blasti Litli-Múli og urðin við mér, er ég
kom fyrir klettanef — og á klettabrík neðst við
urðina lágu þrír haftyrðlar. Hvað þessir fuglar
gátu verið ólíkir þeim, sem ég hafði séð upp úr
miðjum vetri í stórum breiðum kringum Vest-
mannaeyjar eða sjóhrakta í fjörum Eyjanna.
Svarta hettan féll nú saman við svart bakið og
náði í sveig niður á bringu. Sú spurning rís, hvort
Eskimóadrengur að veiða haftyrðil í háf
þessi lambhúshetta væri ekki meira í stíl við vet-
urinn. En líkast til er þannig litur fuglinn búinn
að sumrinu betri felubúningi í svartri urðinni, sem
hann að vísu litar hvítskellótta og rauðtaumótta
með driti sínu. Hafinu hæfa víst betur hvít eyrna-
skjól og fölir vangar og háls. Tveir fuglarnir reistu
sig fljótt við komu mína, en teygðu sig þó ekki
eins og langvían gerir. Engar höfuðhneigingar
höfðu þeir í frammi, svo sem langvíu og stutt-
nefju er siður. Kannski var það af því, að ekkert
egg lá milli fóta þeirra. Viðlitin voru þó snögg og
allt fas fuglanna tveggja hvatlegt og árvakurt.
Augnaráðið var hvasst, en samt órótt. En þeir
hurfu ekki í holur urðarinnar, þegar ég bærði á
mér, en flugu upp og út yfir sjóinn, beygðu í
sveig inn yfir urðina, og þannig svifu þeir hring
eftir hring. Einhvers staðar að bættist þeim liðs-
auki tveggja haftyrðla og innan við þrjá metra
var fjarlægðin, þegar þeir komu næst mér á
hringfluginu. Vængjablakið var mjög ótt og á
fluginu skimuðu fuglarnir ákaft, líkt og þeir slettu
til höfðinu. Til eyrna mér barst óvenjulegur klið-
ur, léttur en á stundum æsilegur, jafnvel kvein-
andi og angurvær. Eyrum mínum virtist kliður-
inn mynda hátt, sem ég kveð þannig að:
,,Tirrrr-irr-irr-irr — gi-gi-gi — Tirrrr . . .“
Ég athugaði urðina. Sýnt var, að fletir ofan
og utan á einstökum steinum voru oft setnir fugl-
um, því að fletirnir voru með dritskán. Mér hafði
verið sagt, að urð, þar sem haftyrðlar ættu varp,
væri mjög ötuð rauðu driti, sem stafaði af rauð-
um lit krabbadýra, sem eru aðal áta fuglsins, en
hér kom ég ekki auga á slíkt drit. Ég reyndi að
leita uppi hreiður í urðinni, en slíkt er ekkert
áhlaupaverk. Ég rakst á geðstirða og úrilla lunda
milli og undir steinunum, en engan haftyrðil. Og
hvergi gat ég séð á bláleitt tyrðilsegg. Mér virtist
urðin nokkuð setin lunda, svo að haftyrðilsvarp
væri þarna lítið — kannski búa þarna í þessu
70
DÝRAVERNDARINN