Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 12
Dýraverndunarfélag Hafnarfjarðar Þórður Þórðarson ÁRIÐ 1928, þriðjudaginn 1. maí, var fundur haldinn í samkomuhúsinu í Hafnarfirði. Fundar- boðendur voru: Jðjarni Bjarnason skólastjóri og lögregluþjónarnir Kjartan Ólafsson og Þorleifur Jónsson. Á fundinum mættu auk fundarboðenda: Stígur Sæland, Pálína Þorleifsdóttir, Þorvaldur Árnason, Guðmundur Hlíðar, Einar Þorkelsson og Skúli Guðmundsson. Fundarstjóri var Bjarni Bjarnason og fundarritari Skúli Guðmundsson. Formælandi var Þorleifur Jónsson. Hann kvað brýna nauðsyn á að stofna dýraverndunarfélag í Hafnarfirði og gat þess, að fundurinn væri boðað- ur eftir áskorun Grétars Ó. Fells, sem hefði mik- inn áhuga á, að dýraverndunarfélög yrðu stofnuð í öllum byggðum landsins, enda ekki vanþörf á að bæta aðbúnað og meðferð dýranna. Samþykkt var að stofna félagið, og var kosin nefnd til að semja lög og boða til framhaldsstofn- fundar, sem haldinn skyldi fyrir 14. maí. I nefnd- ina voru kosnir: Einar Þorkelsson, Skúli Guð- ina þraut við timburhlaðann. Tígurinn hafði stokk- ið upp á hann og þaðan yfir á þakið. Þegar þá bar að, sáu þeir tígurinn æða fram og aftur um svalirnar. Faðir minn sagði, að aldrei hefði hann orðið hræddari á ævi sinni, en þegar hann sá þá sjón. Móðir mín lá veik í marga mánuði, og fingurnir á henni báru alltaf menjar þessa ógnþrungna at- burðar. Feldur tígursins var óvenjustór og glæsilegur, og enn er hann framan við legubekkinn í dagstofu foreldra minna. mundsson, Þorvaldur Jakobsson, Þorleifur Jóns- son og Bjarni Bjarnason. Síðan var fundi frestað. Framhaldsfundur var haldinn 13. maí. Þar var félagið stofnað og samþykkt fyrir það lög. Þá fór fram kosning í stjórn, og hlutu kosningu: Forseti Einar Þorkelsson með 24 atkv., ritari Skúli Guð- mundsson með 43, gjaldkeri séra Þorvaldur Jak- obsson með 21 og meðstjórnendur frú Valgerður Jensdóttir með 24 atkv. og Þorsteinn Björnsson með 28. Varastjórn var einnig kosin, og hlutu í henni sæti: Davíð Kristjánsson, kosinn í einu hljóði, Þórður Edílonsson með 23 atkv. og Guðmundur Jónasson með 16. Endurskoðendur voru kosnir þeir Óskar Steinsson með 25 atkv. og Þorvaldur Árnason með 12. Þá hlutu kosningu í gæzlunefnd: Pálína Þorleifsdóttir með 35 atkv., Björn Jó- hannesson með 30 og Jón Þorleifsson með 22. Árgjald félagsmanna var ákveðið þrjár krónur. Næsti fundur var haldinn 18. des. sama ár, og var hann sá eini, sem þessi stjórn hélt. Ákveðið var, að aftur skyldi fundur haldinn um miðjan janúar 1929, en svo illa tókst til um starfsemi félagsins, að næsti fundur þess var ekki haldinn fyrr en 18. janúar 1951 — og höfðu þá liðið 22 ár og einn mánuður frá síðasta fundi. Ástæður fyrir því, að svona fór, munu hafa verið ýmsir erfiðleikar, sem félaginu mættu þegar í upphafi, en þó einkum það, að fundarboðun dróst úr hömlu sakir heilsuleysis forsetans, Einars Þorkelssonar rithöfundar, sem var orðinn maður aldurhniginn og mjög farinn að kröftum, þó að hann raunar lifði í mörg ár eftir stofnun félagsins. En sjóður félagsins og fundarbók var hvort tveggja varð- 76 DÝRAVERNDARINP

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.