Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 10
Tígrisdýrið og mæðgurnar skozku SKOZK kona, sem ólst upp í Indlandi, hefur sagt þessa sögu: Ég á eina mjög ægilega minningu frá bernsku- árum mínum. Ég var aðeins þriggja ára, þegar atburðurinn gerðist, og þess vegna getur það varla verið, að ég muni hann í öllum atriðum af eigin raun, en móðir mín sagði mér oft frá honum — ég heyrði hana segja öðrum söguna oftar en einu sinni, og enn í dag finnst mér það, sem gerðist, standa ljóslifandi fyrir mér í öllum atriðum. Dag nokkurn, þegar við mamma sátum að morgunverði, kom einn smalinn móður og más- andi og sagði, að stærðar tígur hefði ráðizt á kúahópinn okkar og drepið eina kúna. Hann kvaðst svo hafa hlaupið sem fætur toguðu til að sleppa sjálfur úr háskanum. Síðan liðu nokkrir dagar, og engar sögur fóru af tígrinum. Þess vegna vorum við farin að vona, Formaður, ritari og gjaldkeri sambandsins voru öll endurkosin. Varaformaður var kosinn Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Rvík, og meðstjórn- endur Asgeir Einarsson, dýralæknir Rvík, Þórður Þórðarson, verkstjóri Hafnarfirði, og Guðmundur Gíslason Hagalín, ritstjóri Silfurtúni. Stjórnin var kosin án uppástungna og skriflega, og að loknum fundi lýsti Guðmundur Hagalín því yfir við for- mann, að þar eð þann væri ávallt boðaður á stjórnarfundi sem ritstjóri og starfsmaður sam- bandsins, óskaði hann ekki að taka þar sæti sem meðstjórnandi og bæðist þess, að fyrsti varamað- að við mundum ekki hafa meira af honum að segja. Þá var það, að þrír Indverjar komu á þan- spretti og sögðu, að geysistór tígur hefði ráðizt inn í þorpið og drepið konu eina og hundkvikindi, sem hefði ætlað að verja hana. Indverjarnir voru viti sínu fjær af hræðslu og grátbáðu föður minn um hjálp. Hann yrði, sögðu þeir, að leita með þeim af tígrinum og skjóta hann. Faðir minn var eini hvíti karlmaðurinn á þess- um slóðum. Hann hafði fjölda manns í þjónustu sinni, átti skotvopn og stóran sporhund, sem hét Pétur. Pétur gat rakið slóð allra dýra, og faðir ur væri ávallt boðaður á fundi stjórnarinnar og tæki þar afstöðu til mála með atkvæðisrétti. 1 varastjórn hlutu kosningu Björn Jóhannesson, forstjóri í Hafnarfirði, og Björn Gunnlaugsson, kaupmaður í Reykjavík. Endurskoðendur urðu þeir sömu og áður, Jón Gunnlaugsson, fulltrúi í stjórnarráðinu, og Stefán Gunnlaugsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Varaendurskoðendur sam- bandsreikninga eru Valdimar Sörensen, garð- yrkjumaður Reykjavík, og frú Guðbjörg Sigurðs- son í Hafnarfirði. 74 DÝRAVERNDARINR

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.