Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 9
■um starfsemina, og vakti skýrsla fulltrúa Dýra- verndunarfélags Skagafjarðar sérstaka athygli sakir þess, hve víðtækt og áhrifarikt starf félags- ins hefur verið. Utdráttur úr þeirri skýrslu verður birtur í næsta hefti og sömuleiðis getið merkilegr- ar nýjungar, sem fram kom í skýrslu Dýravernd- unarfélags Reykjavíkur. Fjölmörg mál voru rædd og samþykktar marg- ar tillögur. Verða þær birtar í næsta hefti Dýra- verndarans. Ríkti á þinginu áhugi og eining um framtíð og starf sambandsins, og var einróma samþykkt tillaga um víðtæka útbreiðslustarfsemi. Sigurður E. Hlíðar flutti erindi um starfsemi Dýraverndunarfélags Islands og minntist þess marga, sem unnizt hefur. Kvað hann stofnun sambandsins hafa orðið sér mikið gleðiefni og sömuleiðis vinsældir og velgengni Dýraverndar- ans, sem hann sagðist vænta að verða mundi í höndum ritstjóra og sambandsstjórnar mjög víð- lesið málgagn og brátt stærra, fjölbreyttara og glæsilegra en fjárhagur og aðrar aðstæður hefðu leyft til þessa. Þá ræddi hann um ýmis mál, sem nú liggja fyrir, svo sem svartfugalveiði við Drang- ey, eyðingu fuglalífs við Mývatn, hjarðfjósin, sem hann kvað síður en svo að menn væru sammála um þar, sem þau hefðu þegar verið talsvert notuð. Hefði til dæmis komið fram á fundi fulltrúa land- búnaðarins í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, að Danir, sem frægir væru fyrir hirðingu, fóðrun og kynbætur nautgripa og með afbrigðum vandaðar og verðmætar landbúnaðarafurðir, væru mjög andstæðir hjarðfjósunum. Væri og sú reynsla, sem hér hefði fengizt, sízt glæsileg. Hann ræddi ýtar- lega framtíð hreindýranna íslenzku, og er í sér- stakri grein í þessu hefti vikið að skoðunum hans og athugunum. Sigurður E. Hliðar flutti mál sitt af reynslu og þekkingu hins aldraða og sérfróða dýravinar, en ekki síður áhuga og bjartsýni, sem samboðin væri hverjum ungum og reifum máls- svara dýranna, og var honum og erindi hans fagn- að mjög af öllum, sem viðstaddir voru. Ófeigur læknir Ófeigsson ræddi af röggsemi hið gegndarlausa dráp andarunga við Mývatn, sem stafar af auknum netakosti veiðibænda og þó einkum notkun nælonneta. Þakkaði hann Bjart- mari Guðmundssyni alþingismanni greinar hans u® þetta mál og sýndi ljóslega fram á, hve lítið rnanndómslega Sigfúsi Hallgrímssyni hefði farizt, þegar hann svaraði Bjartmari. Las Ófeigur upp úr grein Sigfúsar, þar sem reynt er að drepa mál- inu á dreif, draga athygli frá ósvinnunni og breiða yfir hin skammsýnu gróðasjónarmið þeirra, sem hvorki vilja sjá, vegna stundarhagsmuna, sóma sinn og skyldu til verndar einhverju hinu fegursta, fjölbreyttasta og merkilegasta fuglalífi, sem dæmi eru til, né heldur framtíðarheill íbúa sveitar sinn- ar. Hafði Ófeigur læknir hlutazt til um, að Bjart- mari Guðmundssyni væri boðið á fundinn. Formaður bauð Bjartmar Guðmundsson vel- kominn og fagnaði því, að svo ötull og einlægur málsvari dýra- og náttúruverndar hefði tekið sæti á Alþingi. Að loknu máli Ófeigs læknis flutti Bjart- mar ræðu um ungadrápið í Mývatni. Hann kvað fjarri því, að afstaða Mývetninga yfirleitt hefði komið fram í grein Sigfúsar. Sagðist hann hafa rætt málið við fjöldann af þeim sextíu bændum, sem byggju í Mývatnssveit, og væru mjög margir þeirra sárir yfir ungadrápinu og hefðu af því áhyggjur, enda væri þeim ljóst, að mikil mergð unga festist nú á hverju sumri í netum Mývetn- inga og biði bana, svo að hin háskalega eyðing fuglalífsins, sem minkurinn ylli, væri ekki eins mikilvirk. Væri víst, að margt Mývetninga teldi brýna nauðsyn bera til róttækra aðgerða um þessi mál, og slíkar aðgerðir þyldu enga bið. Minntist Bjartmar á sitthvað, sem til mála gæti komið, og verður brátt hér í blaðinu vikið frekar að þessu stórmáli. Rætt var um hið svokallaða Ketlumál. Hefur dýralæknir Rangárþings kært yfir vanfóðrun fjár í sumar á hinu stóra fjárbúi í Ketlu á Rangár- völlum, þar eð það sýndi sig við slátrun dilka frá búinu, að þeir eru skriðhoraðir undan sumrinu. Ásgeir Einarsson dýralæknir upplýsti, að það væri í alla staði rétt hermt, að dilkar frá þessu búi hefðu reynzt svo litlir og magrir, að slíks mundu fá eða engin dæmi. Mætti svo að segja lesa á bók í gegnum huppana, enda væri skrokkþunginn allt niður í sjö kíló. En hann kvað ekki orsökina beinlinis fóðurskort, heldur væri hún óhollur og efnalítill gróður og óheppileg heilbrigðisskilyrði. Féð hefði verið í girðingu, og þar hefði orðið hrein og bein gróðrarstía háskalegra innyflaorma. Sagði hann, að meðferð fjárins bæri vott um vanþekk- ingu og hirðuleysi, og væri hún mjög vítaverð, ekki síður en hrein og bein vanfóðrun. DÝRAVERNDARINN 73

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.