Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 4
Magnús Einarsson fyrsti fastlaunaði dýra- læknir á íslandi Ásgeir Einarsson dýralæknir í Gullbringu- og Kjósars.umdæmi Guðbrandur Hlíðar dýralæknir í Skagafjarðarumdæmi Sigurður E. Hlíðar fyrstur yfirdýralæknir og fyrsti formaður Dýra- læknafélags íslands Ásgeir Þ. Ólafsson formaður Dýralæknafélags íslands Páll A. Pálsson núverandi yfirdýralæknir Aldarfjórðungs- afmœli Dýralœknafélags / Islands FÁTÆKT og bjargarleysi íslendinga á tímum ein- okunar og erlendrar óstjórnar gerði þá svo háða mislyndri veðráttu lands síns, að hvorki hagræn né mannúðleg sjónarmið fengu notið sín gagnvart húsdýrum þeirra. Og síðan tók að rætast úr, hafa hin hagrænu trúlega ráðið meira um bætta með- ferð dýra heldur en hin. Þó hefur það ávallt verið svo, að umgengni manna við dýrin hefur haft á þá djúp og varanleg áhrif. Kisan og seppinn hafa alltaf átt sér sanna vini á heimilunum, hesturinn oft eignazt einlæga vináttu eiganda síns, kýrin, sem stundum lagði til í harðindum einu lífsbjörg barnanna, notið að minnsta kosti ástríkis af hendi húsfreyjunnar og sauðkindin átt ítök í tilfinning- um fjármannsins, hvort sem hann hefur verið bóndinn sjálfur eða vinnumaður heimilisins. Og þó að menn, sakir vanþekkingar og vangetu, gætu oftast lítið úr bætt, þá er á bjátaði um heilsufar núsdýranna, leið margur maðurinn við að sjá þau pínast. Þar sem kostur var á einhverjum, sem laginn þótti að hjálpa sjúkum dýrum, var gjarnan leitað hjá honum ráða og hann jafnvel sóttur, og þó að húsráðandinn hafi kannski talið sig fyrst og fremst gera það af fjárhagslegum ástæðum, munu aðrar hvatir oftast hafa ýtt þar undir. Minnsta kosti minnist ég þess, að sjálflærður dýra- læknir var sóttur úr minni sveit, þegar beinn kostnaður hlaut að verða meiri en vafasamur ábati. Allt fram á þessa öld voru þær fjölskyldur til- tölulega mjög fáar hér á landi, sem áttu alls ekk- ert búfé, og allur þorri þeirra bænda, sem ein- 68 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.