Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 11
minn lofaði að fara með hann, leita að tígrinum, hefna konunnar og rakkans og forða þorpsbúum frá frekari fórnum. Morguninn eftir hélt hann af stað með Pétur og nokkra Indverja í för með sér, og voru menn nú alls óragir og væntu spenn- andi eltingarleiks, sem endaði vel. Ég sat á handlegg móður minnar, þegar hún stóð í dyrunum, veifaði veiðimönnunum og ósk- aði þeim alls hins bezta, og faðir minn sneri sér við í skógarjaðrinum og veifaði okkur. Þó að móðir mín væri enginn heigull, var hún dálítið smeyk, því að við vorum alein eftir í hús- inu. Hún lokaði því vandlega öllum gluggum og læsti dyrunum. Húsið var tvær hæðir, og var verönd á fram- hlið þess. Þegar inn í anddyrið kom, lá breiður stigi upp á aðra hæð. Þar voru svalir, sem náðu kringum allt húsið. Af þeim voru dyr inn í svefn- herbergin. Húsið var frekar lágt og þakið flatt. Af svölunum var stigi upp á þakið. Var því unnt að komast af þakinu í allar vistarverur hússins. Rétt hjá húshliðinni var geysihár timburstafli. Ætlaði faðir minn að nota timbrið í útihús. Þegar móðir mín var búin að loka gluggum og dyrum, fór hún fram í eldhús að hugsa um mat- inn. Ég stóð við dyrnar og horfði í gegnum rúðu á stórt, fagurblátt fiðrildi, sem flögraði fram og aftur uppi á svölunum. Allt í einu heyrði ég eitthvað þungt hlunkast á þakið, og sxðan barst að eyrum mér ýlfran og undarlegt fótatak. Móðir mín stirðnaði af ótta, þegar hún heyrði mig kalla: ,,Nei, sko, mamma, stóru, stóru kisuna, sem er komin upp á svalirnar!“ Hún flýtti sér til mín, þreif mig í fangið, þaut með mig inn í eldhúsið, opnaði stóra og sterklega kistu, sem var galtóm, skreið ofan í hana með mig í faðminum og lét hana aftur. En læsingin á kistunni var þannig, að ef lokið var látið falla alveg að skránni, læstist hún, og hún varð ekki opnuð nema utan frá. Móðir mín óttaðist, að við mundum kafna í kistunni, ef hún væri læst, og þess vegna þorði hún ekki annað en hafa fingur annarrar handar milli loksins og kistubrúnar- innar. Ég hágrét, því niðri í kistunni var niðamyrkur, og ekki var þar rýmra en svo, að við komumst þar með naumindum fyrir. Brátt heyrðum við tígurinn lalla kringum kist- una. Hann nusaði og fnæsti. Svo kom hann auga á fingurgóma móður minnar og tók nú að reyna að koma loppunni á milli loksins og kistubrúnar- innar. Við fundum heitan anda villidýrsins leika um okkur, en loppan mun hafa verið of stór, því að tilraunin lánaðist ekki. Þá tók það að sleikja finguraa á móður minni. Tungan var eins og rasp- ur. Móðir mín fann, að hörundið flettist af og blóð tók að streyma úr sárunum. En lokið náði það langt fram af kistubrúninni, að tígurinn náði ekki að beita tönnunum á fingurgómana. Við skulfum og nötruðum, ég af hræðslu, og móðir mxn bæði af ótta og sársauka. Ég æpti há- stöfum, og tígurinn espaðist við blóðbragðið og þá ekki síður við óhljóðin í mér. Hann öskraði svo óskaplega, að húsið skalf og. nötraði. Það lá við, að vesalings móðir mín félli í öngvit, en hún herti sig upp. Ég hafði vafið handleggjunum um háls- inn á henni og þrýsti mér að henni frávita af skelfingu, og hjá henni varð allt annað að víkja en umhyggjan fyrir mér. En lengi getur vont versnað. Skyndilega vatt txgurinn sér upp á kistulokið og þrýsti því með öllum sínum þunga á særða fingur móður minnar. Hún taldi nú alla von úti og rak upp kvala- og skelfingarvein, sem bergmálaði um húsið. En þeg- ar lát varð á kveinan hennar, barst nýtt hljóð að eyrum okkar. Það var hundgá. — Pétur að gelta á hlaðinu. Tígurinn hafði heyrt geltið. Hann stökk ofan af kistunni, stóð andartak grafkyrr, en hljóp síð- an út í ganginn og hugðist forða sér. En nú heyrðum við mannamál. Þar voru þeir að koma, faðir minn og menn hans. Tígrinum leizt ekki á blikuna. Hann vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Hann þaut fram og aftur, fór síðan út á svalirnar, æddi þar sitt á hvað, en í hvoruga áttina nógu langt til að finna stigann upp á þakið. Við heyrðum, að kallað var úti fyrir. Síðan kvað við skothvellur, og að eyrum okkar barst ógnþrungið öskur. Mamma gat með erfiðismunum opnað kistuna, en síðan leið yfir hana. . . . Pétur hafði komizt á slóð tígursins og rakið hana heim að húsinu. Faðir minn og menn hans höfðu fylgt Pétri eftir og hraðað sér sem mest þeir máttu, því að þeir óttukðust um líf okkar. Slóð- DÝRAVERNDARINN 75

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.