Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 16
Dýrunum eru víða hættur búnar NÁTTÚRAN býr víða dýrunum hættur. Fæstar þessar hættur er unnt að afgirða, svo að þær valdi ekki slysum á dýrum eða búi þeim bana. Við mennirnir höfum, til viðbótar hinum lítt viðráðanlegu hættum náttúrunnar, fært inn á vettvang dýranna ýmsar hættur. — Verður hér minnzt á þrjár. I síðari heimsstyrjöldinni lögðu setulið síma milli varðstöðva og aðsetursstaða. Sími þessi var lagður á jörðu og liggur viða enn. Víradræsur þessar eru bæði í byggð og á afrétt. Fyrirmæli voru gefin um að fjarlægja allar svona dræsur næstu árin eftir lok stríðsins, en eins og áður getur, er langt frá, að svo hafi verið gert. Eftir því sem sími þessi liggur lengur úti, grotnar ein- angrun hans meir og meir, og getur því vírinn gert hestum, kúm og kindum ærið mein, ef hann nær að flækjast um fætur þeirra. Sams konar hætta og enn verri stafar af varnar- girðingum þeim úr gaddavír, sem setuliðin lögðu víða um búðir sínar og hafa fengið allt of víða að liggja ósnertar sem „eilífðar veiðinet" út um hagana. Þeir, sem keyptu braggahverfi af setuliðinu, tóku að sér að fjarlægja þessar varnargirðingar — eins og símann — en allt of viða hefur sú skylda verið vanrækt. um ýmis þau þakksamlega þegnu tilskrif, sem honum berast: „Komdu nú sæll, herra ritstjóri! Ég bið þig afsökunar að hafa ekki skrifað þér fyrr og borgað þér árgjaldið. Ég sendi því hér með 30 krónur. Ég þakka svo fyrir góðar og reglulega skemmtilegar sögur — og líka fyrir myndirnar. Vertu svo blessaður og sæll. Þinn Hafsteinn Sig.“ Girðingar hólfa haglendi, þjóna sauðfjárveiki- vörnum eða afmarka lóðir og lendur. Of víða í byggð og á afrétt finnast vírspottar eða gamlir girðingaþættir. Þessir göddóttu vírar festast auð- veldlega í ull kinda, flækjast um fætur búsmala eða jafnvel festast í munni. Munu mörg dýr hér á landi hafa liðið mikið, bæði innvortis og útvortis vegna gaddavírs og annars girðingarefnis úr vír, síðan landsmenn hófu notkun þess. Yfir gadda- vírnum er oft ófagurt lesið, en mennirnir, sem í gleymsku, hirðuleysi og hugsunarleysi skilja eftir með fram girðingum lengri eða styttri vírspotta eða heila uppvafninga af gömlu, ónýtu girðingar- efni, sleppa við allan yfirlestur. Eftir því sem árin líða og meir verður um girð- ingar og gamalt girðingarefni, vaxa hætturnar, sem af þessu stafa fyrir dýrin, ef ekki verður höfð á því vökul aðgæzla að grafa niður eða urða ónýtt girðingarefni og hafa gát á öllum afgangs- vírspottum. I bæjarlandi Reykjavíkur lét Skúli Sveinsson lögregluþjónn á síðastliðnu sumri safna saman og fjarlægja af víðavangi setuliðssíma, setuliðs- girðingar og gamalt girðingarefni. Þó að starfað væri að þessu nokkra daga, var langt frá því, að lokið væri við að hreinsa bæjarlandið. Þorsteinn Einarsson. Áheit á Dýraverndarann: Frá Guðrúnu Gísladóttur, Linnetsstíg 15, Hafnarfirði, kr. 50. — Ritstjóri og ráðamenn þakka. DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Samband dýraverndunarfélaga íslands. Ritstj.: Guðmundur Gíslason Hagalín, Silfurtúni, Garðahreppi (Sími 50166. Pósthólf 1342). Afgreiðslu annast Þorgils Guðmundsson, Hraunteigi 21 (Sími 34344. Pósthólf 993). Þorgils er að hitta á Fræðslumálaskrifstofunni alla virka daga frá kl. 9 til 5. Verð blaðsins er kr. 30.00. Gjalddagi er 1. júlí. Vinnið kappsamlega að útbreiðslu Dýraverndar- ans. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 80 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.