Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 14
FRÁ YNGSTU LESENDUNUM íslenzk tunga og dýrin Snæbjörg Rósa Bjartmarsdóttir, Mælifelli í Skagafirði, sendi Dýraverndaranum það myndar- lega framlag, sem hér fer á eftir, og fær hún að verðlaunum þrjár bækur, Menn og málleysingja I.—III. og hefur bókaútgáfan Norðri gefið bæk- urnar. Snæbjörg getur ekki aldurs síns, en Dýra- vemdarinn biður hana að gjöra svo vel að skrifa honum línu, segja hvað hún er gömul og láta fylgja mynd af sér. Hér fer það á eftir, sem Snæ- björg sendi: Ýmis orð: Bragðarefur, hrafnsvartur, svanhvítur, mont- hani, hænublundur, ljámús, grasasni, asnalegur, sauðarhaus, þorskhaus, refslegur, hundspott, hundblautur, hrútssvíri, páfagauksrödd, hana- bjálkaloft, arnarnef, kattmjúkur, furðufugl, am- hvass, úlfakreppa, hundstryggð, hundasund, hund- skamma, sauðarlegur, sauðheimskur, sauðþrár, nautheimskur, nautsterkur, fílsterkur, ljónsterk- ur, ljónvitlaus, Ijóngáfaður, hundaheppni, hunzk- ast, hundflatur, hrossalækning, hrossakaup, stofnuð verði dýraverndunarfélög um land allt, svo að hvergi sé staður, sem þeir því miður mörgu, sem eru mótfallnir dýravernd, geti bent á, þegar um við þá er vandað, og sagt, að þar megi allir óáreittir koma fram við dýrin eftir eigin geð- þótta! Þórður Þórðarson. Formaður Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar, Þórður Þórðarson verkstjóri, hefur skrifað þessa grein um félagið eftir beiðni minni, og kann ég honum þakkir fyrir. Er nauðsynlegt, að lesendur blaðsins á þeim stöðum, þar sem engin félög hafa verið stofnuð, fái nokkra hugmynd um gagnsemi félaganna, sem eiga starfsferil að baki. í fyrra var getið starfsemi Dýraverndunarfélags Skagafjarðar, og í næsta hefti verður getið starfs þess á árinu 1958. - Ritstj. hrossahlátur, hvolpaburður, hundavakt, kattþrif- inn, kattarklór, hrafnaspark (hvort tveggja um skrift). Málshættir og orðtök: Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Gríptu gæsina meðan gefst. Sjaldséðir eru hvítir hrafnar. Syndur eins og selur. Eins og hundur af sundi dreginn. Hárið er eins og hænurass í vindi. Úfinn sem flókatrippi. Saklaus sem dúfa. Ljúfur sem lamb. Eins og hænuspor í sandi (um skrift). Ríf- ast eins og reiðir hanar. Rífast eins og hundur og köttur. Of seint er að kenna gömlum hundi að sitja. Hefur ekki hundsvit á þessu. Misjafn sauður í mörgu fé. Liggur fyrir hunda og manna fótum. Rembist eins og rjúpan við staurinn. Hestar post- ulanna. Svarti sauður fjölskyldunnar. Þetta dreg- ur dilk á eftir sér. Lævís sem slangan. Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Sjaldan launar kálfur ofeldið. Fara í hund og kött. Fara yfir eitthvað á hundavaði. Dagarnir lengjast um hænufet, þegar sól fer að hækka á lofti. Horfa eins og naut á nývirki. Þar lá fiskur undir steini. Enginn skyldi dæma hund- inn eftir hárunum. Það má hundur í haus þér heita. Eins og að bjóða hundi heila köku. Eins og þorskur á þurru landi. Hefur hunda- og tófusið, sveltur þess á milli. Mannanöfn: örn, Valur, Þröstur, Hjörtur, Svala, Dúfa, Rút- ur (í fornöld Hrútur), Rafn og Hrafn, Arnar, Mörður (var til í fomöld). Bæir og örnefni: Apavatn, Arnarstapi, Arnarfjörður, Arnarbæli, Arnarhóll, Arnardrangur, Arnarvatn, Arnarstaðir, Arnarnes, Álftavatn, Álftagerði, Álftamýri, Álfta- gróf, Álftanes, Álftarhóll, Álftá, Dilksnes, Dýra- staðir, Fuglavík, Gauksstaðir, Göltur, Galtafell, Hestur, Haukatunga, Haukagil, Húnaflói, Hval- fjörður, Hrútafjörður, Hvalnes, Hvallátur, Kálfa- tjörn, Kálfsskinn, Kálfafell, Kálfagerði, Kálfa- strönd, Kálfhagi, Kálfhóll, Kálfholt, Kýrholt, Kópasker, Kiðjaberg, Lambaleiksstaðir, Lamba- nesreykir, Lambalækur, Lambhagi, Lambhúshóll, Lambastaðir, Lambavatn, Lambafell, Lambanes, 78 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.