Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 7
Grímsey. Örin sýnir haftyrðlabyggðina, þá einu í Evrópu eina og síðasta varpi á íslenzkri grund 2—3 hjón. Fuglafræðingurinn Faber, sem heimsótti Grímsey 1820, taldi 70 haftyrðilshjón byggja eyna. Annar fuglafræðingur, Hantasch að nafni, kom til eyj- arinnar 1903. Hann kvað haftyrðla verpa þar á nokkrum stöðum og áætlaði hjónafjöldann 150 til 200. Árið 1935 áætluðu Homes og Keith 10 haftyrðilshjón í varpinu við Litla-Múla, og sömu tölu áætlaði Finnur Guðmundsson 1949. Vitað er, að fuglinn varð fyrir nokkurri aðsókn eggjasafn- ara hér áður fyrrum, en nú gæta eyjarskeggjar þess, að haftyrðilsbyggðin verði fyrir sem minnstri styggð. Það er kenning dr. Finns Guðmundssonar, að loftslagsbreyting sú, sem átt hefur sér stað hér á landi frá því um 1920, þ. e. að árshiti hefur hækk- að að mun, valdi því, að fuglategundir færi sig norðar, og þar sem haftyrðillinn er hánorrænn fugl, sem hefur aðeins orpið hér í tveim litlum byggðum norður við Dumbshaf, hafi hann unað hlýindunum illa og horfið eða sé að hverfa. Haf- tyrðilsbyggð var í Vatnsurð, austast í Skoruvík á norðanverðu Langanesi, fram til 1928 eða ’29. Árið 1949 leitaði dr. Finnur Guðmundsson í þeirri urð og varð ekki var við haftyrðilsvarp. Ég kom í urðina í sumar og sá þar engan haftyrðil. Varpið í Vatnsurðinni varð aldrei fyrir neinni aðsókn, og mun því hvarf haftyrðilsins þar bezt sönnun kenningar dr. Finns, auk þess sem taka má tillit til, að sjö suðrænar fuglategundir hafa orðið hér á landi árvissir varpfugíar á þessu hlýviðris- skeiði og sumar íslenzkar tegundir, sem aðeins verptu á Suðurlandi, hafa nú fært sig norðar með varp sitt. Leitt yrði að sjá á bak haftyrðlinum úr varp- fuglahópi íslands, því að hann er fagur og prúður fugl, sem gleður auga og eyra og lífgar upp eyði- legar og drungalegar urðir. Hver sá, sem hefur dvalið í haftyrðilsbyggð um varptímann, skilur dálæti Eskimóanna á þessum fugli. Hann er þeim DÝRAVERNDARINN 71

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.