Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Page 3

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Page 3
DÝRAVERNDARINN 19 „ÞARFASTI ÞJÓNNINN“ Þegar menn tala um dýr og dýraverndun , þá er þa?5 afar- eðlilegt, aö þeim veröi einna skrafdrjúgast um hestinn, þvi þaö er sú skepnan sem er manni handgengnust. Hvert sem maöur gengur eöa fer, þá mætir augaö hesti — hestur í ein- hverri brúkun, og henni stundum því miöur slæmri, svo aö manni hlýtur aö ofbjóöa það kaldlyndi og kæruleysi, sem hús- bóndinn oft aö ástæðulausu sýnir þarfasta þjóninum. Þaö er ekkert uppnefni, að kalla hestinn „þarfasta þjóninn", því eftir því, sem högum okkar er enn þá komið, þá komum við svo fáu í framkvæmd, sem gera þarf á þessu landi, aö við ekki hljótum að vera aö meira eða minna leyti upp á hestinn komnir. Hann flytur afuröir landbóndans í kaupstaðinn, og nauð- synjar hans aftur úr honum heim. Hann ber fóðrið handa hinum skepnunum heim af engjun- um, en sjálfur fær hann úrganginn og rekjurnar úr heygörð- unum, það sem myglað er og hrakið og öðrum skepnum ekki bjóðandi. Við þessu verður hann að taka með þögn og þolinmæði; að mögla er honum ekki hægt, þess er honum varnað, en hugsanir hans má lesa úr augnaráöi hans, þegar hann hefur lokiö drjúgu og arömiklu dagsverki fyrir húshónda sinn, og er látinn aö stallinum fullum af úrgangi frá hinum skepnunum, ef honum væri þá gefið þaö af skaparanum að geta sagt nokkurt orð, hlyti það að vera ófagur dómur um okkur mennina. Ófagur dómur, sagði eg. Eg held það yröi ekki, þvi hest- urinn er svo umburðarlyndur, að eins mundi hann leggja fyrir húsbændur sína nokkrar máske óþægilegar spurningar, spurn- ingar, sem mundu sýna það einna ljósast, aö við eigum að skoða hestinn okkar sem vin vorn og kunningja en ekki sem þræl. Þegar við förum skemtiferðir, þá er hesturinn meö í ferö- inni, annaðhvort er honum beitt fyrir vagn eöa settur undir reiðver, og að eins ná þær skemtiferðir tilætluðum notum, ef við höfum sýnt hestinum mannúð og nærgætni. Að ríöa góðum hesti skarpa spretti, eru ánægjulegar stundir,

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.