Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.11.1916, Síða 6

Dýraverndarinn - 15.11.1916, Síða 6
86 DÝRAVERNDARINN hefur hún lifaö í friöi með ungana sína. En hvað tekur svo við eftir langt og erfitt ferðalag. Skothríð! Skothriö. Ef mennirnir mega þá vera að þvi aö myrða hana, í annríkinu að myrða hver annan. Sláturtíðin er úti, og vetrarforðinn er dreginn aö búinn, hey- garðarnir meira og minna fullir. Það er dittað að bæjarhúsun- um og fénaðarhúsunum. Með meiri og minni fyrirhyggju er verið að búa sig undir að taka móti vetrinum. Allir vilja geta horft ókvíðnir fram á ókomna tímann. En allir eiga ekki jafn hægt með að safna í forðabúrin, og allir láta sér ekki heldur jafnt umhugað um það. Alli’r bændur ættu að vera „óháðir“ — vetrarsnjóum og vorkuldum. Meðan á sláturtíöinni stóð og hrossasölunni í sumar, vildi „Dýraverndarinn" hafa getað komið heim til hvers einasta bónda og sagt viö hann: Búðu þig vel undir veturinn! Farg- aöu svo miklu af skepnum þínum, að þú sért v i s s að geta látiö þeim sem þú heldur eftir, líða vel, hvað sem á dynur. Treystu ekki vetrinum, að hann taki mjúkum tökum á þér og búi þínu. Vertu viðbúinn því versta! Það er enginn skaði þó að vorsólin og gróðurinn komi að fyrningum i forðabúrunum. En þaö er óbætanlegur skaði, ef þau standa tóm löngu áður en grös gróa. Margan bóndann er sem betur fer óþarfi að segja þetta við. En ekki veldur sá er varir. VERKEFNI DÝRALÆKNANNA Dýralæknunum fjölgar nú loksins smátt og smátt, sem betur fer. Mikið tjón hafa bændur undanfarnar aldir beðið af þvi aö ekki varö náö til dýralæknis, og miklar kvalir hafa skepn- urnar orðið að þola af þvi að landið hefur vantað dýralækna. En nú þegar dýralæknarnir eru fengnir, þarf að hugsa um það, aö hafa þeirra sem mest not, bæði til þess að forða bænd- um frá fjártjóni, og ekki síður til þess að firra skepnurnar þjáningum svo sem kostur er á. Kunnátta dýralæknanna á að koma bæði mönnum og skepnum til nota.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.