Dýraverndarinn - 15.11.1916, Qupperneq 13
DÝRAVERNDARINN
93
yfir. Þekt höfum vér hund, sem var oröinn þessu vanur, og
stökk sjálfur á bak fyrir aftan hnakkinn og hélt sér þar.
Þegar yfir um var komið, stökk hann af baki ótilkvaddur, og
svo fór við hverja á, sem honum þótti of mikil.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve oft hundar hafa
orðið ferðamönnum að liði, og oft og einatt bjargað lífi þeirra
með því að rata í dimmviðrum eða vara við ófyrirséðri hættu.
Allir ferðamenn, sem láta hund fylgja sér, skyldu því sýna
þessum góða förunaut sínum mestu nákvæmni í allri meðferð,
ekki síst á langferðum. Litlir hundar eiga fult í fangi að fylgja
hestinum allan daginn, þegar hart er farið. Þeir verða þreyttir
og sárfættir og þarfnast oft meiri hvíldar en þeir fá. Auk þess
sem sjálfsagt er að reiða rakkann yfir ár og aðrar torfærur,
ætti hver hugsunarsamur maður að athuga það að hvíla hann,
]>egar hann þarf hvildar, með því að kippa honum á bak. Að
því þarf engin töf að verða. Rakkinn lærir furðu fljótt að
ríða, og halda sér sjálfur, ef ekki er þvi harðar farið.
Á hitt ætti engan ferðamann að þurfa að minna, að láta
gefa rakkanum sínum vel á kveldin og morgnana, og láta fara
vel um hann á næturnar. Þar sem húsmóðirin er dýravinur
þarf ekki að vísu að minna á þetta; hún man eins vel eftir
liundinum og manninum, sem hann fylgdi til húsa hennar.
KIRKJAN GRIÐASTAÐUR SMÆLINGJANS
I sumar, 12. sunnudag eftir þrenningarhátið, voru prestur og
söfnuður komnir saman til guðsþjónustu í Langholtskirkju i
Meðallandi. Presturinn var korninn í stólinn og talaði um
kraftaverkin. Hátiðleg ró virtist ríkja i kirkjunni. Presturinn
prédikaði og hugir áheyrenda virtust fylgja honum. Ljósin
loguðu glatt gg stilt á altarinu. — Sama kyrðin yfir öllu.
Kirkjan var opin.
I einni svipan umhverfðist þessi ró. Óvæntur gestur kom inn
eftir kirkjunni með fasi miklu, svo að þytur varð af; gaf hann
frá sér hljóð, en enginn skildi mál hans. Þetta var litill spör-
fugl, sem var að flýja óvin sinn, smyrilinn. Eigi hikaði hann,
fyr en kominn var í kórinn, en auðséð var, að í efa var hann