Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1923, Síða 6

Dýraverndarinn - 01.02.1923, Síða 6
DÝRAVERNDARINN svöngum ferðahestum þeirra búinn griöastaður, gott atlæti og góSur viSurgerningur í góöum húsakynnum. Enginn feröa- maSur má sjá eftir borgun fyrir grei'Sann. enda láta hana flest- ir af hendi möglunarlaust, þó aS einstaka raddir hafi heyrst um þaS, aS gisting þarna þyki dýr; þaS eru þá helst þeir, sem ekki kunna aS meta hvers virSi þaS er, aS geta hallaS sjer aS svona staö, eöa þá sem geta ekki skiliö, aS ekki er hægt aS reka bú á 60 þús. króna eign meS starfsfólki, án þess aS hafa eitthvaö í aöra hönd. Hesthús. Húsakynni manna eru allgóSur mælikvarSi á menningarstig þeirra, og umgengni um húsin og þrifnaöur innan húss eigi síöur. SiSaSar þjóöir una því ekki aS lifa i jarSholum eSa hellum, heldur reisa þær sjer snotur hús og prýöa þau á ýms- an hátt eftir föngum. Líkt má segja um fjenaSarhúsin. Bændur á lágu menning- arstigi hiröa litiö um aö eiga snotur og þrifaleg péningshús. Þeir gera kúnum sínum og kindunum eölilega ekki hærra undir höföi en sjálfum sjer, konu og börnum. MeS vaxandi menningu hafa íslendingar leitast viö aS bæta húsakynni sín, þó aS stundum hafi veriö lítil bót aS breyting- unni. Vankunnáttan og fátæktin hefir ])á valdiö ])ví. Pen ingshúsin hafa líka. batnaö, og sumstaöar jafnvel veriS l)ætt áöur en fariS var aS hugsa til aS hressa viS baöstofuna, þó Ijeleg væri, eSa reisa steinhús í staö torfkofanna. F j ó s i n hafa hjer á landi veriS endurbætt víöa á undan iiSrum peningshúsum, enda var þaS ekki vanþörf. Svo dinun og þröng og óþrifaleg hafa þau veriö til skamms tíma, aS furöu gegnir aS nokkur skepna skuli hafa getaö lifaS og haldiö heilsu í sliluun híbýlum. GagniS aö þeirn auSvitaS minna vegna illrar líSunar. Nú er ])etta mjög víöa orSiö breytt, og er auövitaS aö þakka búnaSarskólum og bændaskólum, þeirri búnaöarþekkingu, scm þeir hafa útbreitt. Fjárhúsin eru víöa oröin mun betri en fyrir 50 árurn.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.