Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1923, Page 8

Dýraverndarinn - 01.02.1923, Page 8
4 DÝRAVERNDARINN gera. Enda er afar torvelt a'S halda þeim hreinum, nema ööru- vísi sje um búifi. Nú skal sagt í fáum oröum, hvernig hesthús þurfa aS vera til þess a,S vera IjoSleg húsakynni þessum fögru, göfugu og góSu dýrum. HesthúsiS á aS vera v e 1 b j a r t o g h 1 ý 11, algerlega f o k h e 11 og r e g n h e l‘t, hverju sem viSrar. ÞaS verSur aS vera sundurhólfaS i bása, einn bás fyrir hvern hest. Fyrir aftan básana á aS vera hæfilega IrreiS, sljett renna, svo aö auövelt sje aö hreinsa hana vel á hverjum degi, og halli henni svo, aö JrvagiS geti runniS i safnþró; en fyrir aftan rennuna gangpallur fyrir þann, sem hiröir. Stallurinn sje á þeirri hæS, aö hesturinn rísi fremur en lúti niöur, þegar hann jetur. Rjett er, aS hesturinn standi meö m ú 1, en ekki h á 1 s b a n d, og sje band fest i vegginn undir stallinum, sem meS litilli fyrir- höfn má festa i múlinn og bregöa úr honum aftur, þegav hesturinn er leystur. Margs er aS gæta i hirSingu hesta, enda þó aS húsiS sje svo gott, sem kostur er. (I o t t atlæti má telja fyrst af öllu. Engum hesti líSur vcl, sem vantar ]>a8, enda vantar venjulega fleira, ef þaS vantar. Góöa hiröin’g og þrifnaS tel jeg næst. Ekki má gleyma þ v í, ])ó aö húsiö sje gott. Hestinn ]>arf aö kemba daglega, og ekki má láta nægja, aS kemba bak, makka og síöur, eins og margir gera, heldur veröur aS kemba kviöinn lika, svo aS aldrei safnist þar skarn. R e g 1 u 1 e g a r m á 11 í 8 i r eru öllum nauösynlegar, skepn- um ekki síSur en mönnum, ef þeim á aS vegna vel. Hjer er sjaldnast um annaö aS ræöa en heygjöf, en engan veginn stend- ur á sama, hvernig hún er fram reidd. Allir góöir skepuhiröar þekkja þaS. Vötnun þarf og aS vera regluleg. Sumir telja rjettara aS venja hross á aö drekka á u n d a n heygjöfinni, en ai- mennast mun vera, aS vatna á e f t i r herini. Krapvatn skal hestum ekki boriö. Þegar vatniS er svo kalt, geta þeir ekki drukkiö af því svo mikiö sem þeir þurfa.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.