Dýraverndarinn - 01.10.1963, Qupperneq 2
AVARP
tíl námsstjóra, slcólastjóra
og lcennara
Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga Islands
(S.D.Í.) leyfir sér með þessu tölublaði Dýraverndar-
ans að leita til forráðamanna skólanna og nemenda
þeirra til þess að vekja athygli á fræðslu um mann-
úðlega meðíerð á ölltim húsdýrum og mannsæm-
andi framkomu gagnvart villtum dýrum.
Á síðasta aðalfundi S.D.Í. var samþykkt tillaga
þess efnis að koma á „degi dýranna" í skólum lands-
ins. Við nánari athugun þótti heppilegra að hverfa
ekki að því ráði að sinni, heldur senda „Dýravernd-
arann“ í skólana, búinn því efni, sem gæti auð-
veldað kennurum fræðslu um dýravernd og nauð-
syn hennar á sjöunda tug 20. aldar.
Stjórn S.D.Í. er kunnugt um, að margir kenn-
arar vinna markvisst að því að efla skilning nem-
enda sinna á dýravernd og góðri framkomu við dýr.
Sumir þessara vökulu kennara hafa fært það í tal
við stjórn S.D.Í., að þeim verði hjálpað um gögn,
sem varða þau atriði dýraverndunar, sem nú er
einkum unnið að.
Stjórn S.D.Í. sneri sér í marzmánuði í vetur til
fræðslumálastjóra, Helga Elíassonar, út af fræðslu
um dýravernd, og fer hér á eftir svarbréf hans:
„Reykjavík, 1. apríl 1963.
Hingað barst bréf yðar, dags. 12. f. m., varðandi
dýraverndunarmál, og ósk yðar um, að tekin verði
upp í skólum landsins fræðsla um mannúðlega með-
ferð á öllum húsdýrum og mannsæmandi framkomu
gagnvart villtum dýrum.
Vitað er, að í sambandi við náttúrufræðikennslu
skólanna eru þessi mál rædd og skýrð, og yfirleitt
leggja kennarar ríka áherzlu á að glæða góðvild
nemenda gagnvart villtum dýrum.
Árið 1960 gaf Menntamálaráðuneytið út náms-
skrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri. Þar er
minnzt á dýra- og náttúruvernd, og til glöggvunar
verða þeir kaflar tilfærðir hér:
Kyndill þekkingar og menningar d að möta afstöðu
yngslu kynslóðanna til dýranna, taminna og villtra.
Álthagafrœði: 8 ára börn, bls. 27, gr. 3:
„ ... Rætt nánar um helztu einkenni, nytsemi og
lífsþarfir dýra, meðferð þeirra, dýraverndun. Kennd-
ar vísur um dýr.“
Náttúrufrœði: Markmið, bls. 41:
„Þannig skal nemendum veitt þekking varðandi
byggingu og lifnaðarhætti helztu dýra og jurta og
hvernig þau eru háð hvert öðru og umhverfi sínu,
áhugi þeirra vakinn á jurta- og dýralífi átthaganna
og glæddur skilningur þeirra á vemdun dýra og
jurta og náttúruvernd yfirleitt."
Til athugunar: bls. 45:
„Góðvild nemendanna til dýra og jurta skal glædd
eftir föngum, og brýna skal mjög fyrir þeim skyld-
ur manna gagnvart dýrum þeim, sem þeir hafa
undir höndum, og reynt skal að efla skilning þeirra
á mikilvægi náttúruverndar almennt, bæði lifandi
og dauðrar náttúru."
Námsskráin fjallar um efni það, sem kennt skal
í skólunum, og ber kennurum að fara eftir henni
og taka fullt tillit til alls þess, sem þar er skráð.
Eins og áður er sagt munu kennarar yfirleitt sýna
þessum málum fullan skilning og fagna því, ef Dýra-
50
DÝRAVERNDARINN