Dýraverndarinn - 01.10.1963, Side 19
LATI-JÓN
Enskt ævintýri. Hér þýtt úr Norsku barnablaði.
Einu sinni var drengur, sem hét Jón. Hann og
móðir hans bjuggu í ósköp litlu og lélegu koti. Þau
voru bláfátæk, því að móðir Jónka vann fyrir þeim
með því að spinna band og þráð fyrir heldri kon-
urnar í sveitinni. Onnur var fyrirvinnan ekki, þar
eð Jónki var svo nauðalatur, að hann nennti hreint
engu. Hann lá og sólaði sig úti í lilaðvarpa eða þá
hann sat við hlóðin. Loksins sagði móðir hans við
hann, að hún yrði að reka hann að heiman, ef
hann ynni ekkert. Og þá yrði hann sjálfur að sjá
sér fyrir fæði.
Nema Jón, sem var búinn að fá uppnefnið
Lati-Jón, sá nú, að ekki mátti við svo búið standa
og fór af stað að heiman. Og þótt latur þælti, fékk
hann vinnu. Honum var borgaður tveggja króna
peningur, og svo lagði hann af stað lieim, lieldur
en ekki rogginn. En hann hafði aldrei haft í hönd-
um peninga, og á leiðinni heim í kofann, týntli hann
krónunum.
„Þarna ert þú lifandi kominn, — þú helur ekki
nennt að láta daglaunin í vasa þinn!“ sagði móðir
hans.
„Ég skal niuna það næst,“ sagði Lati-Jónki.
Þetta var á þriðjtidag. Aforguninn eftir fékk Jónki
vinnu við fjósaverk, og um kvöldið voru honum
greidd daglaun í mjólk, fengin allstór mjólkur-
kanna. Og Lati-Jón hugsaði til orða móður sinnar.
Jakkavasinn hans var víður, og ofan í liann tróð
hann mjólkurkönnunni. En auðvitað fór öll mjólk-
in niður á heimleiðinni.
„Hjálpi mér sá, sem vanur er!“ sagði ntóðir hans,
þegar heim kom. „Auðvitað hefðir þú átt að setja
könnuna upp á kollinn á þér og styðja þar við
henni.“
„Bara betra, maður lærir!“ sagði Jónki.
Á fimmtudagsmorguninn fékk hann einnig vinnu
á bóndabýli. Og nú voru daglaunin hans nýr og
mjög feitur rjómaostur. Lati-Jón lagði svo af stað
heirn í góðu skapi — með ostinn ofan á hvirflinum.
En osturinn rann og rann, og þegar heim kom, var
ekki annað eftir af honurn en klíningur í hárinu á
Jónka. Og útgangurinn á honurn var alveg hræði-
legur!
„Ja, einstakur apakálfur ertu!“ sagði vesalings
móðir hans. „Vitaskuld liefðirðu átt að halda á
ostinum!"
„Allt í lagi!“ sagði Lati-Jón. „Ég skal leggja þetta
á minnið!“
Á föstudaginn var honum borguð vinnan með
stærðar fressketti, og glaður var Jónki, þegar hann
hélt heimleiðis, því það var mikill músagangur í
kotinu. Köttinn bar hann í báðum höndum fyrir
framan sig, og fór nú eins og áður að ráðum móður
sinnar, greyið. En hann var ekki kominn nema spöl-
korn, þegar kötturinn fór að brjótast um og beita
klónurn. Svo varð Jónki að sleppa honum. Hann
kom þó ekki tómhentur lieim, þar eð hendurnar
á honum voru alblóðugar.
„Ég er nú alveg hissa, — dæmalaus asni getur þú
verið!“ sagði aumingja konan, hún móðir lians.
„Auðvitað áttir þú að útvega þér band og teyma
köttinn!“
Morguninn eftir fór hann í kaupstaðinn og fékk
þar vinnu hjá slátrara, og þar eð hann sagði slátr-
DÝRAVERNDARINN
67