Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 9
ir — til dæmis Akureyri — leggja eigendum hunda f á herðar ýmsar skyldur. Eigendurnir mega ekki láta rakka sína ganga lausa, þeir verða að láta skrá þá, verða að merkja þá og borga af þeim liáan skatt. Þá eru það kettirnir. Þeir hafa líka orðið vanda- mál í þéttbýlinu. Fjöldi katta hefur villzt að heim- an, og dæmi eru þess, að börnum liafa verið gefnir kettlingar, sem hafa svo verið hraktir að heiman, þegar þeir hafa stækkað og þótt til óþrifa og óþæg- inda. Svo liefur ]tá orðið til fjöldi vilfikatta, sem valda stundum óþægindum, en alltaf verða að lifa við stdt og kvcil. Katlahald verður trúfega aldrei bannað. En nauð- synfegt er að skrá og merkja tamda ketti og farga villiköttum á mannsæmandi hátt. Nú er það vitað, að margt manna á hunda, sem er gætt vandlega. En þó getur komið fyrir, að hundar sieppi, og enn er það svo, að menn, sem heima eiga í sveit, hafa með sér hund, þegar þeir koma í bæina. Slíkir hundar komast stundum á flæking. Það kemur einnig fyrir, að hundar hljóta meiðsli, sem unnt er að lækna. Loks er svo það, að sumir hafa í heimahúsum önnur alidýr en hunda og ketti — auk fugla, sem aldir eru í búrum, og fiska, sem fiafðir eru í gler- geymum. Samband dýraverndunarfélaga íslands telur það því mikla nauðsyn, að komið verði upp í þéttbýlinu hjúkrunar-, geymslu- og aflífunarstöðvum handa dýr- um. Þangað geti menn kornið þeirn dýrum sínum, sem hér hefur verið á minnzt, þegar þeir fara að heiman, enda greiði þeir fyrir fóðrun þeirra og hirð- ingu gjald, sem gjarnan má vera allhátt. Til þess- ara stöðva eiga menn að geta leitað með sjúk eða særð dýr og ennfremur þau, sem þeir vilja láta lóga. Loks verði flækingsdýrum komið fyrir á þess- um stöðvum, og ef þau eru rnerkt, verði eiganda þeirra gert aðvart, og hann síðan látinn greiða kostn- að og fyrirhöfn — annars verði dýrin aflífuð. I stærstu bæjunum er búfjáreign orðin allmikið vandamál. Reynt hefur terið að færa fjárhús hér í Reykjavík út á útjaðra bæjarlandsins, en sú lausn vandans hefur ekki gefizt vel. Sauðfé liefur flækzt inn á umíerðargötur, og það hefur komið í ljós, að fóðrun og hirðing reynist svo erfið mönnum, sem stunda vinnu og búa langt frá fjárhúsum sínum, að hjá mörgum hefur féð ekki notið nauðsynlegrar umhirðu. Þá brennur alltaf við, að búfé valdi tjóni Skrdður og merlttur köttin. á bæði skrúð- og nytjajurtum, og loks á bærinn ekki ráð á sumarhögum, sem nægi fénaði bæjarbúa. Sami vandi og í Reykjavík kemur upp í öðrum hinna slærri bæja og eykst eftir því, sem bæirnir stækka og færa út kvíarnar. S.D.I. lítur þannig á, að þarna séu engin önnur DÝRAVERNDARINN 57

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.