Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Side 7

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Side 7
Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur viðurkennt mikilvægi dýravemdar og bauð stjórn Alþjóðadýraverndunarsambandsins að kynna starfsemi sxna á þingi stofnunarinnar í París 1959. í alþjóðasambandinu eru dýraverndunarsambönd 40 þjóða, sem búa í öllum álfum heims. Sambandið hefur eftir kynninguna á starfi sínu og markmiðum á þingi UNESGOs í París 1959 hait samvinnu við stofnunina. Alþjóðasambandið skilgreinir þannig í stuttu máli, hvernig það vinni að markmiði sínu: 1. Með því að stuðla að stofnun dýraverndunar- félaga hjá sem flestum þjóðum. 2. Með örvun og leiðbeiningum um lagasetn- ingu um dýravernd hjá einstökum þjóðum sem víð- ast um heim. 3. Með efling alþjóðlegrar samvinnu um laga- setningu. 4. Með gæzlu þeirra laga og samþykkta, sem þegar eru til um dýravernd. 5. Með víðtækri fræðslu um allt, sem dýravernd varðar. Börnin og dýrin. (Úr 4. tbl. Dýraverndarans 1961) Allir munu einhvern tíma hafa séð, hve börn hænast að dýrum, hvert yndi þau hafa af þeim og hve annt þeim verður um þau. Þá er það og al- kunna, að dýr þola börnum meira en fullorðnu íólki og taka furðulegt tillit til þeirra. Köttur líður barni þau tök, sem kosta fuUorðinn mann kló í hold, / sveit. í borg. og ólmur hestur getur verið eins og ljúfasta lamb, ef barn situr á honum. Dýrið finnur sakleysi og ein- lægni barnsins, og barnið er sér þess meðvitandi, að. dýrið mætir því eins og því er eðlilegt, þykist hvorkf yfir Jrað hafið né gerir til Jress neinar kröfur, sem Jxað botnar ekki í. Og börn, sem umgangast dýr, fá aðra, eðlilegri og æskilegri afstöðu til alls lifandi en önnur börn, og ósjálfrátt þá virðingu fyrir dular- dásemd tilverunnar, sem aðrir verða að afla sér á annan og erfiðari hátt, ef þeir eiga að verða að- njótandi Jxeirrar menningar og lífsánægju, sem hún veitir. Öllum mætti Jxví vera ljóst, hve mikils virði Jxað er, að börnin fái lífræna fræðslu um dýrin og nái að njóta kynna af þeim — Jjótt ekki sé nema hálf- tömdum öndum á tjörn eða dúfum, sem Jxau fóðra, svo ekki sé talað um hvolp eða kisu, — helzt ættu börn að kynnast öllu Jxessu, Jtótt Jxau eigi ekki kost á dvöl í sveit. Allir hljóta að geta skilið mikilvægi þessa fyrir framtíðarafstöðu Jrjóðarinnar gagnvart dýrum og dýravernd — og um leið sjálfu undri lífs- ins, Jxví brátt verða börnin ráðandi menn á vettvangi Jjjóðiélagsins. .. . Hjá nágrannaþjóðum okkar fær dýraverndin- ÐÝRAVERNDARINN 55.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.