Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 3
verndunarfélag íslands gæti hlutazt til um við stjórn
Kennslukvikmyndasaíns ríkisins, að safnið hefði á
boðstólum dýramyndir, innlendar og erlendar, því
að kvikmyndir um dýralíf eru mjög vinsælt sýning-
arefni í skólum. Sama er að segja um skuggamyndir.
Hér mun allri viðleitni yðar til framgangs þessara
mála tekið af skilningi og reynt að mæta óskum yðar
eftir föngum.
Námsskrá fylgir.
Helgi Elíasson.
Til Dýraverndunarfélags íslands, Reykjavík.“
Hvert byggðarlag á sín vandamál í sambandi við
dýr. Mörg slík mál eru tengd atvinnuháttum og
mismunandi þéttbýli. Vandamálin eru önnur til
sveita en í kaupstöðum, og þau geta jafnvel verið
mismunandi í sveitum. Viðhorf nemenda hljóta
einnig að verða mismunandi, þar eð sumir þeirra al-
ast upp með dýr í kringum sig og læra að hirða um
þau með sínum nánustu, en aðrir kynnast dýrum
nauða lítið eða jafnvel ekkert, og fer sá hópur ört
vaxandi. En þrátt fyrir þetta misræmi eru ýmis meg-
inatriði þessara mála svo víðtæk, að þau varða beint
eða óbeint hvern einasta einstakling þjóðarinnar,
siðferðilegt og samfélagslegt uppeldi hans og þroska
— og þá um leið þjóðina alla og framtíð hennar.
Hér á eftir verða talin upj) nokkur mál, sem eru
nú efst á baugi í starfi dýravernclunarsamtakanna og
eru öll meira og minna mikilvæg þjóðarheildinni,
ekki aðeins siðferðilega og þá um leið menningar-
lega, heldur einnig beint eða óbeint hagrænt, ekki
sízt ef litið er til framtíðarinnar. Þessum málum
eru svo gerð frekari skil annars staðar í þessu tölu-
blaði:
1. Endurskoðun heildarlaga um dýravernd.
2. Strangara og nákvæmara eftirlit allra löggæzlu-
yfirvalda með því að lögum og reglum sé hlýtt —
og að beitt sé þeim sektar- og refsiákvæðum, sem
lög og reglugerðir ákveða, einkum að því er tekur
til meiri háttar afbrota eða endurtekinna.
Sérstaklega er unnið að:
a. Virkara eftirliti í sláturhúsum. b. Strangari
gæzlu þess, h\'ers konar tæki eru notuð til flutninga
á dýrum á slátrunarstað, í eða úr haga, úr réttum
eða við bústaðaskijHi. c. Að framfylgt sé þeim ákvæð-
um, sem eru í girðingalögum um eftirlit með girð-
ingum og fjarlægingu allra girðinga, sem orðnar
eru óþarfar. d. Nákvæmari og virkari framkvæmd
forðagæzlu. e. Að gengið sé eftir, að hrossum sé ætl-
aður sá húsakostur, sem ákveðinn er í lögum. f. Að
hert sé á eftirliti með friðun fugla og eggja.
3. Að lög og reglur um dýraverncl séu sem bezt
kynnt og þá ekki sízt það ákvæði heildarlaga um
dýravernd, að það er borgaraleg skylda allra, sem
sjá dýr nauðulega stödd eða verða vitni að því, að
þeim sé misþyrmt, að láta það til sín taka.
4. Að fá í lög leilt, að hross séu ekki flutt til
útlanda með öðrum ílutningatækjum en gripaflutn-
ingaskijnim eða flugvélum.
5. Að lögbannað sé, að drukkinn maður stjórni
liesti.
6. Að eftirfarandi atriði verði framkvæmd til ör-
yggis clýrum vegna umferðar á vegurn úti: a. Við
vegi og benzínstöðvar verði sett merki, þar sem vak-
in sé athygli ökumanna á dýrum, sem við vegina
eru. b. Að ákveðnar yfirrekstrarbrautir séu greini-
lega merktar. c. Að undir steyjrta þjctðvegi verði
gerð göng á þeim stöðum, [nar sem þess er brýn
þörf.
7. Endurskoðun laga um girðingar, þar sem hert
sé á skylclum eigencla þeirra um viðhald eða fjar-
lægingu og bætt gerð rimlahliða. Ennfremur endur-
skoðuð úrelt sektarákvæði.
8. Athugað um skynsamlegri og mannúðlegri
nytjun hinnar íslenzku hreindýrahjarðar.
9. Endurskoðun laga um eyðingu refa og minka..
10. Ákvæðum laga um eyðingu veiðibjöllu breytt.
11. Flýtt framkvæmcl laga um varnir gegn olíu-
mengun sjávar.
12. Lagt lögbann við sinubrennslu eftir I. maí.
13. Lög um luglavernd og fuglaveiði endurskoðuð.
14. Lög verði sett, sem heimili bæjar- og sveitar-
stjórnum bann við búfjárhaldi í kaupstöðum og
kauptúnum.
15. Að villiköttum verði útrýmt á virkan og
mannúðlegan hátt, og að komið verði á í kaupstöð-
um merkingu og skráningu húskatta.
16. Að komið verði ujjjj í kaupstöðum geymslu-,
hjúkrunar- og aflífunarstöðvum fyrir hunda, ketti,
fugla í búrum og smáfiska í glergeymum.
17. Að tryggja það, að börnum verði kynntur
réttur aðbúnaður, lóðrun og hirðing dýra, sem þau
hafa eða kjósa að hafa á heimilum sínum eða í
næsta nágrenni þeirra.
18. Að börnum verði kennt að umgangast jcannig
DÝRAVE R N DARINN
51