Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 8
og allt, sem við hana er tengt, sívaxandi rúm í skól- tinnm .. . Sums staðar er svo komið, að dýraverndin er orðin námsgrein, sem ætlað er ákveðið rúm í skólunum. Bömin læra ágrip a£ sögu dýraverndar, og Jtá er Jtað skýrt íyrir Jteim, hvernig hún hefur þróazt jafnhliða vaxandi manndómi og menningu þjóðanna. Börnunum eru kynnt öll helztu laga- ákvæði, svo sem heildarlöggjöfin um dýravernd, lög tnn fuglafriðun og um bann gegn olíumengun sjáv- ar, kynnt refsilög, sem varða meðferð á dýrum — og síðast en ekki sízt kennt að skilja Jjjónustu dýr- anna við mennina og hlutverk dýra í hinni lifandi náttúru. Heildarlöggjöf um dýravernd. Öll lög um dýravernd fram að árinu 1957 miðuð- ust meira og minna við hagsmunaleg sjónarmið. Samkv. Jónsbók er Jtað bótaskylt að veita búfénaði áverka. l>að voru nokkrir bændur á Fljótsdals- héraði, sent árið 1859 gerðu samjtykkt um að reísað yrði fyrir illa meðferð á skepnum. Árið 1862 voru síðan með opnu bréfi konungs lögleidd á ís- landi dönsk lög um hegningu íyrir slíkt athæfi, og árið 1869 voru á Aljnngi sett ákvæði um sektir og refsingu fyrir illa meðhöndlun dýra. Fyrirsögn greinanna um Jtetta efni var: „Um Jtað, er menn ónýta eða skemma eigur annarra, og um illa með- ferð á skepnum." Það er ekki fyrr en árið 1915, að samþykkt er sérstök löggjöf um dýravernd. Voru þau lög einkum að Jtakka þrjátíu ára linnulausri baráttu Tryggva Gunnarssonar, sem hafði gefið út Ðýravininn síðan 1885 og loks árið 1913 komið til leiðar stofnun Dýraverndunarfélags tslands, sem atóð að samjaykkt laganna undir forystu frumherj- ans mikla. Lögunum var breytt til bóta árið 1922, og íyrir forgöngu Dýraverndunarfélags íslands voru samin ný heildarlög um dýravernd, sem samþykkt voru á Aljningi 1957. Lög þessi bera það hvergi með sér, að þau séu sett með hagsmuni Jjeirra íyrir augum, sem eiga dýrin, heldur vegna dýranna sjdlfra, til öryggis líð- an þeirra og lífi. Grundvöllur laganna er þvi SIÐ- FERÐILEGUR, en ekki HAGRÆNN. Fyrsta grein laganna hljóðar þannig: „Skylt er að fara vel með dýr, svo að þau þjdist -ekki að nauðsynjalausu." í annarri grein segir: Tryggui Gunnarsson. „Öllum, sem eiga dýr eða ráða yfir J^eim að öðru leyti eða hafa timsjá með dýrum fyrir eiganda Jteirra eða annan rétthafa, er skylt að sjá svo um, að dýrin fái nægilegt vatn og fóður við Jteirra hæfi og við- hlítandi umhirðu." Samkvæmt lögunum eru lagðar Jiær skyldur á ekki aðeins eigendur dýra og umsjónarmenn eða þá, sem hafa á hewdi gæzlu laga, að veita sjúkum eða slösuðum dýrum líkn og kæra misferli, heldur lika á hvern einasta þjóðfélagsborgara, sem kemur að sjúku dýri eðu meiddu eða veit um það — eða er kunnugt um misferli gagnvart dýrum. í lögunum er og gert rdð fyrir refsiábyrgð á hend- ur foreldrum eða forráðamönnum barna undir 15 ára aldri, sem fara illa með dýr. Dýrin og Jiéttbýlið. Ýmis vandamál hafa orðið til 1 Jtéllbýlinu út af húsdýrum. Menn, sent áttu liunda, gættu ]>ess lítt, að ekki hæfði að rakkar |>eirra nytu sama frelsis í bæjum og fjölmennum þorpum og í sveitunum, og fjölmarg- ir hundaeigendur létu sér ekki aðeins í léttu rúmi liggja viðhorfin við samborgurunum, heldur líka hrakninga rakka sinna, sem ætla mætti að J>eim hefði verið annt um. Hundarnir unnu tjón á ýms- an hátt og komust á flæking og voru mjög illa haldnir. Því er ]>að, að ýmsir bæir og ])orp hafa bannað hundahald, þar á meðal höfuðborgin. Aðr- .56 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.