Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 5
svara, að svo væri ekki, — við annað væri ekki að styðjast um takmarkanir sinubruna en áskoranir félagssamtaka bænda og Sambands dýraverndunar- félaga íslands. Er mér kunnugt um, að mörgum sárnaði, að ekki skyldi vera unnt að sækja skað- valdana til saka og koma í veg fyrir frekari íkveikjur. Því miður skortir fé til flestra dýrat'ræðilegra at- hugana hér á landi, en sannanir eru þó fyrir mörg- um dæmum þess, að fuglar og egg þeirra hafa far- izt í sinueldi og svælu frá sinubruna, og hefur þeirra oft verið getið í Dýraverndaranum. Víst er, að fjöldi fugla hefur brunnið lifandi og margir kafnað í eld- unum á Norðurlandi í vor — og auðvitað hafa tor- tímzt þúsundir eggja. Var þó ekki bætandi á þá rýrnun, sem varpfuglastofninn íslenzki varð fyrir sakir vetrarsetu sinnar síðast liðinn vetur í snjó og gaddi á meginlandi Evrópu. Margir fuglavinir víðs vegar um land hafa talið sig sjá það greinilega í vor og sumar, hve veturinn liefur fækkað mófugl- unum íslenzku, og sumir fullyrða, að páskabylurinn hér heima hafi fækkað sumum fuglum, sem komnir voru — til dæmis þröstum. Gegn því tjóni, sem vetrarharðindi valda, verður lítið gert — og ekkert, ef harðindi ríkja erlendis. Aftur á móti er það hörmulegra en orð ná yfir, að fuglum sé tekið þannig í varplöndum þeirra hér, að þeir séu brennd- ir á báli eða svældir til bana og eggjum þeirra þá um leið tortímt í eldil Hér hefur verið sagt frá því, að brennd liafi verið sina í sveit einni við Breiðafjiirð í vor sem leið. Þar var vitanlega hin mesta reykjarsvæla. í þessari sveit verpti örn og átti tvö egg í hreiðri sínu. Þess var vel gætt, að ekki væri farið að lireiðrinu og það rænt. En sinubruninn stóð yfir í fjóra daga, og lék ]já reykjarmökkurinn í sífellu um varpstað arnar- ins. Það kom síðan upp úr dúrnum, að eggin urðu fúlegg. Ernan hafði íælzt reykjarstybbuna og ekki setið á eggjunum, meðan hennar gætti. Það er sem sé tekið að eyða erninum bæði með eldi og eitri! Stjórn S.D.Í. hefur verið að vona, að takast mætti að koma í veg fyrir sinubruna eftir 1. maí með fé- lagslegum samþykktum og stuðningi allsterks al- menningsálits. Nú hefur það sýnt sig svo rækilega sem orðið getur, að ekki tjóar annað en fá lögbann td útrýmingar sinubruna eftir að komin er eggtíð. Samt mun það nú komið upp úr kafinu, að sinu- bruni er ekki annað eins heillaráð til viðgangs ís- lenzkum landbúnaði og trúað hefur verið upp á Sinubruni, sevi varð hundruðum fugla að bana og tor- timdi þústindum eggja. síðkastið, og mun sú skoðun, að hann sé skaðlegur gróðri, vera að ryðja sér til rúms hjá forvígismönn- um íslenzks landbúnaðar. í Skotlandi hafa verið rannsökuð vísindalega áhrif sinubrennslu á jarðveg og gróður, og niðurstöður hafa sýnt, að sinubrennsla er mjög varhugaverð. Þar sem hún hefur verið fram- kvæmd að staðaldri, hafa rannsóknirnar skozku sýnt, að jarðvegurinn verður snauður af ýmsum nytsöm- um næringarefnum. Flestir munu liafa haldið, að askan hyrfi niður í svörðinn, en liún gerir það yíir- leitt ekki, heldur skolar henni á brott eða bún fýkur fyrir vindi út í buskann. Ef þetta verða almennt viðurkennd vísindi, mun vart verða nein fyrirstaða á því, að íslenzk landbún- aðaryfirvöld fáist til að leggja því lið, að sinubruni verði bannaður eða að minnsta kosti mjög takmark- aður, þótt þau hafi ekki fram að þessu tekið skarið af og gengist fyrir því til verndar íslenzku íuglalífi, að sinubruni yrði bannaður eftir að varptími er kominn. Þorsteinn Einarsson. DÝRAVERNDARINN 53

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.