Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 13
SMALI
Fé skal enn til fjalla sótt,
fölna grös um dali.
Kólnar A heiðum, komdu fljótt,
keeri, gamli Smali.
Ungan þig til fylgdar fékk,
ferðagarþinn snjalla.
Okkar för að óskum gekk
inn til bldrra fjalla.
Fórstu þar i ferðum geyst,
fús að skipun minni.
Alltaf gat ég á þig treyst
cftir fyrstu kynni.
Fékkslu oft á fcelur sár,
fylgdir þó með gleði,
tefldir djarft við trylltar ár,
tryggðin ferðum réði.
Ákveðinn á undan gekkst,
aldrei stefnu misstir.
Þegar kaldast fjúkið fékkst,
feldinn gráa hristir.
Ekki gleymdist afrekið
úli i köldum haga,
þegar beiðstu veginn við,
vinur, i marga daga.
Okliar stutta ccviskeið
endist skammt til dáða.
Manns og hunds er mörkuð leið,
moldin kallar báða.
Vegir skiljast, vinur minn,
en vart mun hynnum lokið,
þótt hafi hér i hinzla sinn
höfði þinu strokið.
Yfir heiðar, ár og hraun
áttir göngu brýna.
Fátceklega i fylgdarlaun
fœrðu stöku mina.
Þú crt, Smali, fallinn frá,
finnst mér degi halla,
vinur horfinn, vöknar brá,
vonlaust er að kalla.
Þórmundur Erlingsson.
„Þá er að minnast dýra jarðar, þau eru mönnun-
um gefin. En þar hefur mannkynið enn í dag svarta
samvizku. Menn gleyma því svo oft, að dýrin eru
systkini okkar með holdi og blóði. Kcerleikurinn á
að vera lifsreglan gagnvart þeim eins og mönnun-
um. En framkoman og meðferðin á þeirn sem hin-
um umkomulausu og máttarminni systkinum vorum
er í molum og gleymist oft, því hugsunin er fyrst
og síðast bundin við tekjurnar af þeim. Það er rán-
yrkjutilfinningin. Og enn í dag, mitt í menningu
nútímans, cru dýr ofsótt i sjónum og á landi og i
lofti, svo að hcett er við, að sutn þcirra verði upp-
rcett.“
DÝRAVERN DARINN
61