Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 15
*^ncjótu ieóendurnlr Skín 02 §ku22ar Fuglarnir, sem lifa íengstum lífi sínu á Reykja- víkurtjörn, eru fögtir og skemmtileg sjón. Þar eru svanir og gæsir, og nokkrar tegundir af öndum — en stokkendurnar í mjög miklum meirihluta. Fjölmargt fólk fer á hverjum degi að Tjörninni og virðir fyrir sér háttsemi fuglanna, og margir liafa með sér brauð lil að gefa þeim. Algengustu gestirn- ir við Tjörnina eru börnin, oft í fylgd með foreldr- um sínum, en ósjaklan með afa gamla eða ömmu, en líka koma Jtar börn, sem enginn fullorðinn fylg- ir. Þau eru Jiá gjarnan tvö eða fleiri saman, systkini, vinir eða vinkonur. En margt annarra Reykvíkinga ráfar um tjarnarbakkana og nýtur fuglalífsins — og ])á ekki sízt aklraðir menn, senr hættir eru að sinna sínum fyrri störfum. Einn morgnn um daginn var ég Jrama lengi á ferli. Þá var fámennt við Tjörnina. Ég hitti þar einn aldraðan mann, sem var að gefa öndum og gæsum brauð, sem hann hafði haft með sér. Ég tók hann tali, og við ræddum um fuglalífið á Tjörninni, og okkur kom nú heldur betur saman um það, að mikið yndi væri að ]>ví að gefa gætur að háttsemi fuglanna. „Ég sé, að þú nýtur þess að fylgjast með háttum þeirra,“ sagði ég. „Ja-á,“ sagði hann og varð alltir eitt hýrubros. „Hugsaðu þér hérna um daginn, — ég sá stokkandar- steggja vera að kenna unga að snyrta sig.“ „Þess háttar hef ég aldrei séð,“ sagði ég. „Ég hafði heldur ekki séð ]tað fyrr,“ sagði maður- inn, „en það var nú hreint ekkert um að villast. Stegginn stakk nefinu á einhvern ákveðinn stað og föndraði við fjaðrirnar, og unginn liorfði á. Svo hælti stegginn, og unginn hermdi það eftir, sem hann hafði séð til hans. Og stegginn beið, ]>angað til honum þótti nóg að gert, og þá stakk hann nefinu á annan stað og snyrti og snyrti. Svo liætti hann, og unginn byrjaði. Svona gekk þetta koll af kolli. Og það var ekki vonzkan eða óþolinmæðin hjá steggjanum — ónei!“ „Já,“ sagði ég, „það er gaman að hyggja að fugl- unum hérna, og ég er ekki í vafa um, að börnin búa að því yndi alla ævi, sem þau njóta hér við Tjörnina.“ Ég gat ekki fengið af mér að minnast á við gamla manninn það, sem mér var nú ofarlega í huga. Það var frá því sagt í dagblöðunum: Önd, sem hafði misst egg sín eða unga af ein- hverjum ástæðum — kannski af mannavöldum, varð svo sár og örg í skapi, að hún var sífellt að ráðast á hina fuglana og sérstaklega unga og mæður. Hún olli slíkri óró í andasamfélaginu, að loksins var það lekið lil bragðs að girða hana af á litlu svæði. Þetta var svipuð ráðstöfun eins og þegar einhver, sem harmar hafa leikið grátt, eru látnir á taugahæli til að jafna sig. En viti mennl Einn morguninn var öndin dauð af misþyrmingum. Það leit svo út sem hún liefði verið grýtt, þar sem hún var afkróuð og gat ekki forðað sér. .. Hugsið ykkur, ungu lesendur Dýraverndarans! Ég veit, að þið botnið hreint ekki í þessu. Ég gæti jafnvel trúað því, að tár kæmu frarn í augun á einhverjum ykkar, þegar þið hugsið um öndina, sem sorgin hafði gert hálftruflaða, — og svo koma einhverjir strákar og hafa það að leik að kvelja úr henni lífið! Þegar ég hugleiddi þetta, datt mér í liug annað furðulegt og hörmulegt dæmi um níðingslega grimrnd, í rauninni óskiljanlegt tiltæki. Fyrir skömmu gerðist það, að tveir unglingar — annar þeirra ekki Reykvíkingur, játuðu á sig að hafa liaft sér það til gamans, — til gamct7is, að hleypa hænum út f i v%í$l DÝRAVERNDARINN 63

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.