Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Side 11

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Side 11
trúað fyrir til að hafa arð af, en jafnfrarnt til þess að þroska þœr og gera betri og arðgœfari fyrir korn- andi kynslóðir Útflutningur hrossa. í lögum um útflutning hrossa er raunar bannað að flytja hesta til útlanda á skipum um hávetur — og ekki er leyfilegt að flytja þá til útlanda á þilj- um uppi nema frá 1. júní til 1. október. En hvor tveggja ákvæðin hafa verið brotin af íslenzkum stjórnarvöldum, og dýraverndunarsamtökin hafa átt í sífelldri orrahríð út af þessum málum. Forvígis- rnenn þeirra halda því fram, að cinungis beri að lcyfa útflutning hrossa með flugvélum og gripa- flutningaskiþum, sem séu sérstaklega útbúin til slikra flutninga. Jafnvel um hásumar sé óheefa að flytja hrossin út á annan liátt. Sjómenn á íslenzkum skipum, sem liafa flutt út hross, eru hjartanlega sammála dýraverndunarmönnum um þetta mál, þeir hafa beinlínis þjáðst af að sjá líðan dýranna á leið- inni milli landa og hafa gert miklu meira en nokk- ur gat af þeim heimtað til þess að reyna að draga úr þjáningum þarfasta þjónsins, eins og íslenzki hesturinn var eitt sinn kallaður. Nú vildi svo vel til, að Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Tímans og alþingismaður, var í fyrrasumar samferða íslenzkum útflutningshrossum á Goðafossi til I-Iollands og Þýzkalands. Hann sagði meðal ann- ars svo í ferðasögu: „Frá dvöl minni á Goðafossi verður mér ekki sízt minnisstætt, hve hásetarnir sýndu mikla umönnun hestum, sem voru sendir héðan með skipinu til Rotterdam og Hamborgar. Þeir voru eitthvað 70—80 talsins, allir í þröngum básum á þilfarinu, því ekki mátti láta þá leggjast. / þessum þröngu básum urðu hestarnir, sem fóru til Harnborgar, að standa sam- fleylt i níu sólarhringa. A leiðinni var veður fremur óhagstætt, og gekk iðulega sjór yfir, þar sem hestarn- ir stóðu. Skipverjar unnu að því heila nótt að tjalda yfir þá. Óhætt er að segja, að hvorki þá né endranær hafi skipverjar sparað tíma og fyrirhöfn til að láta þeim líða sem bezt. Þaö var ekki þeirra sök, þótt líðan hestanna yrði ekki betri en raun varð á ...“ Hross hafa verið flutt með flugvélum til Ameríku og Sviss, og til Fvrópuhafna á gripaflutningaskipi, að öllu vel útbúnu — með þjálfaða skipshöfn til um- sinningar dýrunum. Aðeins slík tæki eru sæmandi Páll Zóphóníasson. til flutninga á íslenzkum hrossum til útlanda. Jafiv- vel um hásumar hafa stœrðar skip farizt milli ís- lands og annarra landa, og það er alls ekki sjald- gæft, að veður á norðanverðu Atlantshafi séu það vond að sumrinu, að skip verði að láta reka. Má þá nærri geta, hver sé líðan hrossa undir þiljum, hvað þá undir beru lofli, því ekki voru veður slík, þegar alþingismaðurinn, ritstjóri Tímans, varð hross- unum samferða. Verndun fugla. í þessu tölublaði er grein eftir Þorstein Finars- sön, ritstjóra S.D.Í., um sinubrennslu, sem er ein liin mesta hætta, sem steðjað hefur að íslenzkum landfuglum frá upphafi vega. í annarri grein er nokkuð vikið að hættunni, sem sjófuglunum stafar af olíumengun sjávar. Fn samkvæmt lögunum um aðild íslands að Lundúnasamþykktinni frá 1954 er öllum skipum óheimilt að losa oliu i sjó innan 100' sjórnilna takrnarlia frá ströndmn íslands, og land- stöðvar mega heldur ekki menga sjóinn rneð oliu... Fn auk þessa eru svo önnur mál, sem mjög varða fuglalífið hér á landi. Þar má nelna lög um friðun fugla og eggja, og sýnir myndin, sem hér fylgir, mjög nákvæmlega, hvaða fuglar eru alfriðaðir, hverjir friðaðir hluta af árinu og hverjir njóta engrar frið- unar. Mikil deila hefur orðið út af gæsunum, þar eð sumir bændur halda því fram, að gæsir eyðileggi nýrækt og spilli korni. Gæsir eru ekki friðaðar eftir tuttugasta ágúst, en hins vegar er friðun þeirra að vorinu í samræmi við alþjóðlega samþykkt, sem flest vestræn menningarríki eru aðilar að. Þá eru DÝRAVERNDARINN 59-

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.