Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.10.1963, Blaðsíða 4
SINUBRUNAR 0 Sinubrunar eftir að eggtíð er komin hafa reynzt meiri voði en nokkur hefði ætlað, sem annt er um fuglalífið í landinu. Nýj- ar erlendar rannsóknir sýna, að sinubruni er ekki til hagsbóta landbúnaði, heldur til tjóns. Þegar Samband dýraverndunarfélaga íslands iór þess fyrir nokkrum arum á leit við Búnaðarþing og þing Stéttarfélags bænda, að þessi samtök tækju undir þá áskorun Sambandsins, að sina yrði alls ekki brennd eftir 1. maí, tóku þessir aðilar málið föstum og drengilegum tökum, samþykktu eindreg- ið að skora á bændur að verða við áskorun dýra- verdunarsamtakanna. Voru samþykktirnar birtar í blöðum og lesnar í útvarp. Þessar aðgerðir höfðu mikil áhrif, enda voru þær studdar hörmulegum atburðum, svo sem hinum mikla bruna á Hvammsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu. Þau einu andmæli, sem fram komu, voru frá bænd- um á Norðurlandi, sem voru þó ekki andstæðir Jjví að forðast væri að brenna sinu svo seint, að fuglum og eggjum stafaði af því hætta, heldur töldu, að Jjeir gætu ekki unað því tímatakmarki, sem sett væri, vegna þess, hve snjóa leysti yfirleitt seint nyrðra. Til dæmis um fylgi bænda yfirleitt við málið hér syðra má nefna Jsað, að þegar birtar liafa verið fregnir um sinubruna, sem fram hafi íarið eftir 1. maí, hafa oftast komið leiðréttingar eða skýr- ingar, sem sýnt hafa, að sinubruninn hafi verið til kominn af ógætni — og Jsá annarra en bænda. Vorið 1963 var hvergi brennd sina á Suður- eða Suðvesturlandi í maímánuði, en í febrúar og marz gat víða að líta sinuelda í Jaessum landshlutum. Um sinubruna á Vestfjörðum og Austurlandi er mér ekki kunnugt, en víst er um það, að um 20. maí var sina allvíða brennd í Svarfaðardal, Hörgárdal og Öxnadal — og í mörgum sveitum Skagafjarðar, sömuleiðis var brennd sina í maí í einni sveit við Breiðafjörð. Dalir í Eyjafirði vestanverðum og í Skagafirði voru í 4—5 daga svo íullir af sinureyk, að ýmsum af almenningi blciskraði, hve mjög var farið eldi um landið, eftir að eggtíð var byrjuð, og sneru menn sér til sýslumanna og spurðust fyrir um, livort Jjetta væri ekki brot á landslögum, en eins og séð verður af því, sem sagt er hér á undan, urðu sýslumenn að hreiður og unga villtra fugla, að ekki korni að meini. 19. Að brýnt sé sem allra rækilegast fyrir börn- um að vera á verði um, að fuglar á tjörnum í bæj- um eða í grennd við þá, njóti fyllstu verndar. 20. Að friðlýstum svæðum sé fjölgað og sem nán- ast kynntar settar reglur og mannsæmandi umgengn- isvenjur á slíkum svæðum. 21. Að vekja skilning á, að notkun ýmiss konar eiturs til útrýmingar skordýrum úti í náttúr- unni getur valdið mjög alvarlegri röskun á því jafn- vægi alls lífs, sem vísindamönnum hefur á síðustu árum orðið mun ljósara en áður, að hvarvetna ríkir í ósnortnu ríki gróðrar- og dýralífs. Lesendur munu koma auga á, að í þessa marg- þættu upptalningu vanti ýmislegt, sem þörf hefði verið að minnast á, enda mundi sannast mála, að á þessum tímum sívaxandi breytinga á atvinnu- og lífsháttum og aukinnar víðförli þorra manna um byggðir og óbyggðir, komi sífellt í ljós ný og ný viðíangsefni á Jressum vettvangi, en hvers sem vant er í upptalninguna, ætti hún jm að gera fræðendum barna og unglinga það enn ljósara en áður, hver nauðsyn er á, að fræðslu um Jaessi mál sé sinnt all- rækilega og henni komið sem víðast að... Um fram allt þarf Jrað að verða börnum og unglingum hugstæð staðreynd, að virðing fyrir lífinu og alhug- un og aðdáun á undri lífsins er grundvallarskilyrði allrar sannrar menningar og lífshamingju. Með vinsemd og virðingu F. h. Sambands dýraverndunarfélaga íslands Þorbjörn Jóhannesson kaupmaður Tómas Tómasson verksmiðj ueigandi ÞórÖur ÞórÖarson bæjarfulltrúi Þorsteinn Einarsson íjrróttafulltrúi Hilmar NorÖfjörÖ loftskeytamaður Ásgeir Einarsson dýralæknir GuÖmundur Gíslason Hagalin rithöfundur. 52 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.