Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 16

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 16
I London kunna menn að meta þessi góðu dýr að verðleikum, vegna tiginnar framkomu og þeirri vináttu, sem kettir launa húsbændum sínum með. Fiskar, sem byggja hreiður. Mörgum finnst það dáiítið skrítið, að tiJ skuli vera fiskar, sem byggja sér hreiður og gæta eggja sinna líkt og fuglarnir. En svona er þetta nú samt. Lítur út fyrir, að fiskarnir séu ekki jafn sauðheimskir og af er látið. Það munu vera þrjár fisktegundir hér, scm byggja sér hreiður. Þær eru: hrognkclsi, hornsíli og steinsuga. Hrognkelsin koma fyrst upp að ströndinni seint í febrúar og síð- an smátt og smátt næstu 5-6 mánuðina til þess að hrygna. Foreldrarnir byrja á því að út- búa hreiður eða hrygningarstöðv- ar. Til þess velja þau helzt stór- grýttan botn, vaxinn meiri eða minni þaragróðri, og á dýpi, sem er 20 metrar eða grynnra. Eggin eru stór og eru límd saman í einn kökk, sem komið er fyrir í eins konar hólfi á milli steina. Hæng- urinn er á varðbergi meðan hrygnan er að gjóta, frjóvgar egg- in að því starfi loknu og tekur síðan við gæzlu eggjanna, en lofar kvenfiskinum að lifa upp á sitt hopp og hí. Á milli þess sem hann „stiur á eggjunum", gætir hann þess að reka á flótta hvert það átvagl, sem sækist eftir eggj- unum, en auk þess ber hann stöð- ugt eggjunum súrefni með því að tifa eyruggunum í sífellu yfir hreiðrinu. Eftir 2-3 vikur er klak- ið um garð gengið, og þá yfirgef- ur karlfiskurinn ungana, því að nú telur hann hlutverki sínu lok- ið. Hornsílin lifa bæði í söltu og ósöltu vatni og eru hinir mestu snillingar í hreiðurgerð. Hrygn- ingin fer fram í maí og júní, en áður en hún hefst, tekur hængur- inn að safna saman fíngerðum grænþörungum og öðrum vatna- jurtum. Ber hann jurtirnar í munni sér og raðar þeim hverri ofan á aðra, og lagar þær þannig til, að úr verður eins konar kúla með holu í miðjunni. Hreiðrið er ýmist í sandbotni eða fest upp á stöngla stinnra vatnajurta. Jurt- irnar líma þeir saman með húð- slími eða með saurnum úr sér, Þegar um óvenjulega gilda stöngla er að ræða. Einkennileg- ast við þetta hreiður er það, að andspænis innganginum, sem er á hliðinni, er byggingin svo los- araleg, að auðvelt er að brjótast þar í gegn. En allt er með ráðum gert. Steinsugur eru langir og mjóir fiskar. Þeir teljast til hring- munna. Munnurinn er kringiótt- ur og sogmunnur með fjölmörg- um smáum tönnum. Steinsugur lifa á holdi og blóði annarra fiska með því að sjúga sig fasta á þá. Sumar steinsugur lifa ein- göngu í fersku vatni, aðrar bæði í sjó og ósöltu vatni. Sú stein- suga, sæsteinsugan, sem finnst hér við Jand, gengur upp í ár til að hrygna. Hjónin lijálpast að við hreiðurbygginguna, en hreiðr- ið er mjög einfalt, eins konar steinbygging, ekki ósvipuð og hringleikahús í iaginu. Oftast eru það fjölmargir steinar, sem fisk- urinn notar til hreiðurgerðarinn- ar, og verður hann að flytja þá alla í munninum. Friðun fugla Svar til Friðriks: Á Islandi skulu allar villtar fuglategundir vera friðaðar allt árið með þeim undantekningum er hér greinir: a) Allt árið: kjói, svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, hrafn. b) Frá 20. ágúst til 15. marz: dílaskarfur, toppskarfur, grágæs, heiðagæs, blesgæs, hclsingi. c) Frá 1. september til 19. maí: álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi. d) Frá 1. septembcr til 31. marz: lómur, fýll, súla, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, grafönd, duggönd, skúfönd, hávella, topp- önd, skúmur, hvítmáfur, bjart- máfur, hettumáfur, rita. e) Frá 15. október til 22. des- ember: rjúpa. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla, sem njóta algerrar eða tímabundinnar frið- unar. Þó eru sérákvæði um veiði, eggja- og ungatöku, þar sem slíkt telst til hlunninda jarða. Frá 15. apríl til 14. júní eru öil skot bönnuð nær friðlýstu æðar- varpi en 2 km, nema brýna nauð- syn beri til. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum. Ákvæði um friðun eru í lögum um fuglaveiðar og fugla friðun frá 15. apríl 1966. Menntamála- ráðherra hefur yfirumsjón aUra mála, er varða fuglaveiðar og fuglafriðun. 16 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.