Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 20

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 20
Svanirnir hafa sín eigin lög Leið mín lá framhjá Loch More, en þar höfðu margir menn nokkr- um árum áður verið vottar að einkennilegu atviki í lífi svan- anna. Hópur svana settist eitt kvöld á vatnið og héldu leiðar sinnar morguninn eftir í odda- flugi, allir nema ein hjón, sem eftir urðu á vatninu. Þessir fugl- ar eiga sama makann alla ævi og karlfuglinn hafði auðsjáanlega orðið eftir til að hjúkra konu sinni, sem áhorfendur héldu að væri annaðhvort særð eða veik, af því að hann lét henni eftir beztu beitilöndin á vatnsbökkun- um. Eftir nokkra klukkutíma yf- irgaf karlfuglinn maka sinn og flaug burtu, en um kvöldið kom allur hópurinn aftur. Morguninn eftir flugu svanirnir enn á brott og skildu hjónin eftir á vatninu og í þetta sinn beið karlfuglinn heilan sólarhring á vatninu, áður en hann strauk aftur. Tvcim dög- um síðar heyrðu allir í nágrenn- inu hljómfagurt „klung klung“ uppi yfir sér og sáu grimmilega árás fjölda svana á einn nokkuð hátt uppi, og var hann neyddur til að setjast á vatnið. f þetta sinn var karlfuglinn svo hart leik- inn og særður, að hann neyddist til að vera kyrr hjá maka sínum, þangað til þau voru bæði búin að ná fullri heilsu. (Or Hebridian Journey). Snjótittlingurinn Hann var svo fallegur fuglinn sem fann eg á hjarninu í gær. Með lamaða vængi, lokuð augu og langar og stirðnaðar tær. Eg bar hann strax inn í bæinn, þar beið mín að lesa þá rún, hvort að það leyndist nú lítið líf, undir héluðum dún. En auminginn litli var látinn, það leyndi sér ekki, og þó. Eg fann það var Guð, sem geymdi hann í gleðinni og það var mér nóg. Sólveig frá Niku. 20 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.