Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 21

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 21
EINAR ÞORKELSSON: Huppa Langt er síðan henni var farg- að. Þó er enn þá lengra frá því liðið, er það varð í fari hennar, sem mér þykir frásagnarverðast. Og mér finnst, að ég megi varla draga úr þessu að leitast við að hripa eitthvert brot af eftirmæl- um hennar. Mér finnst Huppa hafa verið merkisgripur. Mig langar því til að segja ofurlítið frá hcnni. Um frumætt Huppu kann ég ekki að segja. Það eitt veit ég, að hún var dóttir Stóru-Skjöldu. Og htið má og fara með um faðerni hennar. Það mun hafa verið svo um það leyti, sem hún fæddist, að jafnan væri tvö naut í fjósinu, annað eldra, er í rauninni hafði það embætti að vera þarfanaut, en faitt yngra og á leiðinni að komast í slíkt embætti, búið und- lr cmbættispróf, hafi þá prófinu ekki verið lokið. Nautin hafa að sjálfsögðu haft nokkuð fjóslega háttu, slitið sig UPP annað veifið og draslað laus um nætur. Og varla er ólíklegt, að þau ihafi verið eitthvað ást- ^eitin við kýrnar, og þá ekki sízt Vlð jafn gervilega skepnu sem ^tóru-Skjöldu, fyrirmyndar kúna 1 fjósinu. Huppa var í stærra meðallagi, 'auðbleik að lit, hvít í huppum °8 með ofurlítið hvítt lauf í enn- mu' Hún var slétt og strokin í Í>VI<AVERNDARINN hárafari, holdgóð og þokkaleg, og alltaf þótti hún fullt svo þrifin sem hinar kýrnar. Nythæð hennar var ekki meiri en í meðallagi. Hún komst í þrettán og fjórtán merkur eftir burð. En hún hafði haldið ágætlega á sér og felldi oftast saman nyt, og mjólkin úr henni var talin góð á yfirkost- inn. Hún var alltaf vorbær, en bar þó ekki síðar en svo, að hún varð ævinlega léttari í fjósi, eða áður en kúnum var sleppt út. En þegar hún var átta eða níu vetra, hafði þetta færst svo til hjá henni, að hún bar þá ekki fyrr en í fjórt- ándu sumarvikunni. Ég man ekki til, að neitt þætti frábrugðið um faáttu Huppu, að ógleymdum þrifnaði faennar, ann- að en það, að hún gerði sig að nokkurs konar forustugrip hjá kúnum. Svo er til háttað um beztu kúa- hagana á Staðastað, að þeir eru sunnan við Staðará, niður að Maríusandi, á svoncfndum Mel- um. Þar verður Vatnsflóinn aust- ur mcð Melunum að ofan, víða ótryggur í botni, og halda að hon- 21

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.