Dýraverndarinn - 01.11.1973, Side 23
voru kýrnar í mesta blíðviðri að
narsla hána á túninu, og svo voru
þær að vinna úr káli, sem eftir lá
i rófnagörðunum, og yfir þeim
virtist vera ró og kyrrð.
Þetta var síðara hluta dags,
°g ég sat inni á tali við foreldra
171 ína. Okkur varð nokkuð hverft
et við heyrðum, að nautgripur
beljaði ógurlega úti á hlaðinu. í
fyrstu kom okkur í hug, að það
rnundi vera eldra nautið, er gylli
svo. En þó varð ckki um það
villzt, að beljið þetta var alls
kostar ólíkt venjulegum hrinum í
nauti.
Mér varð litið út um gluggann.
Ut honum sá um hlaðið. Og þar
blasti við mér harla óvænt sýn.
Huppa stóð á sama bletti og
urn sumarið, þar sem kálfurinn
hafði verið lagður, hjá hestastein-
inum, og beljaði ódæma mikið.
Foreldrar mínir fóru þegar út
til hennar og ég með þeim.
Henni var að öllu leyti svo
farið, sem um sumarið. Hún belj-
aði með kvalarfullri angist -
tarin streymdu um andlit hennar,
ekki síður en þá.
Við feðgar komum á hana
bandi og tosuðum henni í fjósið.
Og út var hún ekki látin framar
það haust.
Fyrst í stað var ég að reyna að
velta því fyrir mér, hvað mundi
hafa orðið til þe ss, að vekja
Huppu harmana aftur svo greypi-
iega. En ég fann enga lausn á
því. Mér, sem þá var innan við
tvítugt og óráðinn, fannst helzt
reynandi að leita úrlausnar á
þessu hjá föður mínum, er orðinn
var ráðinn og roskinn. En það
fór nokkuð á líkan veg hjá hon-
um 0g mér. Hann hugði sig ekki
geta fundið þá lausn á þessu, er
hann mætti telja einhlíta. En
býraverndarinn
hann gat sér tii, að Huppa mundi
hafa orðið reikað um blettinn
hjá hestasteininum. Þá hefði at-
burðirnir þar um sumarið komið
henni í hug, og harmurinn og
treginn brotizt fram á nýjan leik,
sár og æstur.
Allir vita, hve undra smáir at-
burðir geta ósjaldan svipt hulu
gleymskunnar af leyndustu minn-
ingum manna, hvort sem þær
fela í sér unað eða sorg, og það
svo, að fylkingar horfinna þátta
lífsins raðast á vitundarsviðið og
hasla sér þar völl, með gleði eða
hryggð, allt eftir því, hversu liðni
tíminn hefur í hendur búið ó-
komnum ævidögum. Og ég get
varla varizt því, að láta mér til
hugar 'koma, að öllu geti verið á
sömu leið snúið í vitund dýranna.
Öndverðlega í banalegu föð-
ur míns var það eitt sinn, að ég
sat hjá 'honum, og vorum við að
ræða saman. Þar komu niður orð
hans, að hann minntist á harm-
stríð Huppu, sjö eða átta árum
áður.
- Því er svo farið, mælti fað-
ir minn og starði fram fyrir sig,
að margt af verkum þeim, sem
okkur prestunum er ætlað að
inna af höndum, er býsna erfitt.
Þegar við eigum að hughreysta
syrgjandi ekkjur, einstæðar og
ráðþrota, eða mæður, sem horfa
með vonleysi og hryggð eftir
látnum börnum sínum, þá er okk-
ur erfitt að finna þá leið að
hjörtum þeirra, sem er fær og
stefna megi til nokkurrar hugg-
unar. Hann hvíldi sig hér til að
tala litla stund, en mælti svo: En
eitt af erfiðustu verkunum, sem
á mig hafa komið, var að finna
leið að því, að hugga harmi
lostna, mállausa móður - hana
Huppu.
ÞiS sjáiS hvaS l>arf að' gera félagar. Hér er augljóslega um ojfjölgun aS rœSa!
23