Dýraverndarinn - 01.11.1973, Blaðsíða 24
ÞORSTEINN ERLINGSSON:
Sigurður mállausi
Siggi litli var orðinn æði stálp-
aður, áður en honum datt í hug,
að hann væri einn af bæjarfólk-
inu, eða teldist til mannanna.
Stóra fólkið var alltaf hvað hjá
öðru, en skipti sér aldrei af hon-
um, nema þá til að þvo honum
eða kemba, stjaka við honum,
þegar hann varð fyrir því, og slá
á hendurnar á honum, þegar hann
tók eitthvað, sem það vildi ekki.
Smáfólkið vildi hann ekki held-
ur hjá sér; hann var alltaf til taf-
ar og vandræða í leiknum og
fékk á ýmsu að kenna hjá því,
bæði viljandi og óviljandi og
varð síðast svo hræddur við syst-
kini sín og ístöðulaus, að hann
þorði lítið að skipta sér af þeim
að fyrra bragði, og fékk nær
aldrei að vera með þeim.
Hann var lengstum einn í skot-
inu fyrir aftan rúmið að rísla við
kjálka sína, völur og leggi, og
búa til úr þeim burstir og laupa,
eða hann sat þar flötum beinum
og reri sér, og það margoft stund-
unum saman.
En einn dag varð dálítil breyt-
ing á veröldinni hjá Sigga litla.
Næstelzti bróðir hans bar
hann nauðugan heim af svellinu
hjá stöðullæknum, því að börnin
brunuðu sér þar í fluginu og
þoldu önn fyrri hann þar á klaka-
torfunni; hann heyrði ekkert og
gat ekki varað sig, þegar hann
sneri baki við. Hann reyndi fyrst
að streitast á móti, en lagði svo
árar í bát, eins og vant var, og
lét fara með sig inn. Hann titraði
af reiði og ædaði að skreiðast inn
í krókinn sinn og gráta þar, en
þar innar frá var þó móðir hans
og stúlkurnar, svo hann fleygði
sér þversum yfir eitt rúmið utar
frá með andlitið ofan á köttinn.
I rauninni var það tilviljun, að
hann lenti þarna á kisu. Það
hafði ckkert dálæti verið milli
þeirra þangað til; hann hafði ein-
mitt hermt það eftir hinum, að
ónáða hana þegar hún svaf og
toga í skottið á henni, þegar því
var við komið, svo að hún flýði
hann eins og hin börnin. Nú lá
aumingja kisa kyrr; svona var
hún væn; hún var sú eina, sem
hann mátti vera hjá, og núna var
það gott; héðan af ætlaði hann
alltaf að fara til hennar og gráta
hjá henni. Og svo runnu tárin
þarna langa stund yfir vesöld
hans og vanmætti og fóru öll ofan
á kisu.
Bf til vill voru hann og kisa
sér í hóp. Honum hafði aðeins
aldrei dottið það í hug fyrr en
núna. Fólkið allt var sér í hóp og
rak hann í skotið; alls staðar var
hann fyrir því. En það fór líka
alveg eins með kisu; hún átti í
rauninni hvergi fritt, nema þarna
í rúmi vinnumannsins, og stund-
um varð hún að hröklast þaðan
undir rúm eða út, og þó gerði
kisa aldrei neinum manni neitt
fremur en hann. Einstöku sinnum
var henni strokið, eins og þegar
konurnar, sem komu, klöppuðu
stöku sinnum á kollinn á honum
eða struku á honum vangann.
Hann fór að strjúka kisu; hún var
öll orðin vot af tárunum og leit
við og lygndi augunum, og hann
sá, að hún vissi um allar hans
raunir og að hann var að gráta
af því, að hann var rekinn úr
leiknum og gat hvergi verið
nema hjá henni. Hann þurrkaði
nú af sér tárin á ermi sinni og
var lengi að tala við kisu. Hún
sagði með augunum: „Þú ert
vænn, þú mátt alltaf koma, þeg-
ar þú ert rekinn í burtu.“
Þegar Siggi kom inn í krókinn,
var eins og hann ætlaði varla að
kannast við sig þar. Baðstofan
var líka breyétt. Nú átti hann vin
utar í rúmi, sem hann gat ailtaf
talað við, hvað sem hann vildi.
Hann langaði nú að fá kisu til
sín í skotið, og hreiðraði þar fall-
ega um hana í úlpunni sinni, en
kisa fór von bráðar í burtu og
sagði honum, þegar hann leit
framan í hana, að ihún vildi held-
ur vera utar í rúminu, og reyndi
hann þá ekki oftar að ná hcnni
til sín í skotið.
Augu málleysingja hafa góðan
tíma til að kynnast bænum, og
því sem í honum er. Þó að Siggi
væri að dútla við eitthvað, var
eins og hann þyrfti ekki að horfa
á neitt nema með öðru auganu og
gæti haft hitt til alls annars.
24
DÝRAVERNDARINN