Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 26

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 26
fannst eins og hann hefði fengið löðrung sjálfur og skriðið inn í skotið, þegar hundarnir lögðust niður og létu hvern lemja sig sem vildi, eða lögðu lúpulegir á flótta. Kisa var aldrei lúpuleg. Hann óskaði sér að vera svona sterkur eins og hundarnir og geta bitið ■stóra fólkið, þá skyldi hann ekki leggjast flatur eða fara í krókinn. Hundarnir voru ennþá aumari en hann; hann hætti alveg að hræð- ast þá, barði þá, ef það datt í hann og hálf fyrirleit að lokum þessa leikbræður sína. Auðvitað hugsaði Siggi litli ekkert af þessu, þó að hér sé kveð- ið svo að orði. Hann átti engin orð til að hugsa með; hann heyrði ekkert, ekki svo mkiið sem hús- lestrasönginn eða hrossabrestinn, en hann fann þetta allt og talaði um þetta við sjálfan sig á sína vísu, og um þverbak reið frá þeim degi, sem honum varð það alljóst, að fólkið skyldi hvað annað líka með vörunum; hann reyndi heilan dag að bera varirn- ar til alla vega framan í fólkinu til að skilja það, en eftirtekjan varð sú ein, að það hló að tilburð- um hans og ákafa. Þetta varð til þess.að hann dró sig algerlega frá börnunum; hann langaði ekki einu sinni til að vera með þeim: hann fór aleinn sinna ferða, fann minna til olnboga- skota en áður og grét nú örsjald- an, þótt í hann væri slegið. Þetta fann fólkið líka bráðum og fór þá fyrir því eins og hund- unum við kisu, að þegar Siggi litli beit frá sér sem hann gat, og Jét ósigrana sem minnst á sig fá, þá varð meinbægnin minni hjá hinum, átökin varlegri og högg- in ekki rétt jafnhugsunarlaust. Umskiptin urðu jafnvel svo 26 greinileg, að systkin hans fóru að reyna til þess að fyrra bragði að fá hann í leik sinn og fór Siggi litli það stundum, og að því er virtist, meira fyrir þau en sig. Hann var kominn á fæturna af hnjánum og það þakkarhann allt- af kisu. Við sem höfum heyrn- ina rekjum okkur víst mjög eftir orðunum, en í auðnarþögn mál- leysingjans eru athafnirnar eina leiðsögnin. Um þetta bil fór Siggi litli líka að veita kúnum verulega eftir- tekt; þær hafði hann þekkt lengi, en kynntist þeim ekki að marki fyrri en nú, að hann var orðinn fastur aðstoðarmaður við fjós- gjafirnar. En þar var svo dimmt inni, að varla sást framan í nema kúna á utasta básnum undir gluggaborunni; og þau urðu fljótt kunningjar; hún varð glöð þegar hann kom, vildi láta hann tala og gæla við sig, og sá eftir hon- um þegar hann fór. En annars varð hann ekki mikils vísari hjá henni, því að mest að því, sem hún sagði, voru tómar spurning- ar. Ertu þá kominn? Ætlarðu að klóra mér undir kverkinni? Á bráðum að fara að gefa? og fleira þess háttar. Annars lét hún sér flest á sama standa og það var leiðinlegast, að hún var eiginlega aldrei kát og aldrei reið heldur. Hún talaði þó hans mál og vildi hafa ihann hjá sér, og það var betra en ekkert og betra en menn- irnir. En svo kynntist Siggi litli hrossunum, því að næsta vetur gaf hann kvöldgjöfina í öll hest- húsin aleinn og á eigin spýtur og þá stækkaði vinahópurinn svo, að um munaði. Hann hafði reynd- ar Jitið til eins og eins við og við, en nú urðu þetta allt kunningjar hans. Og þeir voru svo afar ólík- ir hinum kunningjunum. Kisa var dui og varfærin, þótt hún væri djörf, en aJltaf eintóm hugsun, eintóm alvara. Hún gat setið ró- Jeg eins og hún horfði ekki á neitt, þótt hún gætti nákvæmlega að hverju viðviki hundanna og hefði aldrei augun af þeim. Allt var eins og metið og vegið fyrirfram, sem hún gerði. Líkastir kisu voru reiðhestarn- ir, athugulir, aJvarlegir og dálítið tortryggir, og þá virti Siggi mest. Minnst þótti honum koma tii tryppanna og þau mat hann ekki mikils fyrsta kastið. Þau hoppuðu og flugust á, slógust og bitust aJ- veg upp úr þurru, án þess hann byggist nokkuð við eða gæti séð það á þeim fyrri en rétt í sama bili sem þau gerðu það. Folöld- in voru mitt á milli. Þau hoppuðu svolítið við og við og settu upp rassinn, voru Jangtum vingjarn- legri en tryppin og voru ekki nærri því eins óþæg, þegar þau voru rekin í vatnið. Umgengnin við foiöJdin og tryppin varð þó smám saman þægileg og Jífgandi, þó að vin- áttan yrði ekki svo innileg; þó tóku öll vinsemd hans og Jitu hlýtt til hans, og sögðu honum sitt hvað, þó að í flaustri væri og fJest smátt. Honum leið veJ þær stundir, sem hann var hjá þeim, varð léttari í skapi, gleymdi ein- stæðingsskapnum og mótgerðun- um við leiki þeirra og léttlyndi og þótti vænt um þau öll. Hann var oft í hesthúsunum miklu lengur en hann þurfti, þeg- ar hann þorði það, og lét þessa vini sínan alla skemmta sér. Hann klóraði þeim og klappaði, einkum DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.