Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 28

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Page 28
var allur farinn að titra og tárin voru farin að hrynja, áður en hann stökk af stað og greip í hann og svipuna. Það bar reyndar ekki oft til, að í svo hart færi, en und- an hverju höggi fann hann til, sem hann sá, að hestur fékk. Þegar Siggi var réttra 19 ára, bar til lítið atvik, sem gerði dá- lítinn krók á leið hans og breytti ferðinni. Þá um vorið var haldið brúð- kaup elzta bróður hans. Brúður- in hafði komið þangað stöku sinn- um og hafði verið góð við hann og gert honum gott, þegar enginn sá, og því var honum innilega hlýtt til hennar. Hann hafði nú grunað, að bróðir hans og þessi stúlka ætluðu að fara að verða hjón, og undi hann því vel, að bróðir hans færi í burtu, en hann vildi ekki, að hann fengi þessa stúlku. Það var þó ekki af því, að hann hefði ástarhug á henni sjálfur eða hugsaði sér að fá hana. Það var öðru nær. Hann hafði stundum hugsað sér að fara upp á fjall og krækja ofan tunglið með hrífu, til þess að geta skoðað það dálítið betur, eða að safna sér nógu miklu af lóufjöðrum í vængi, en að fá sér stúlku og fara að búa, hafði aldrei komið í nánd við 'hans hugsanir. Hann vildi aðeins ekki, að þessi maður, sem honum var illa við færi að búa með henni og eiga heimili og fénað. Þegar Sigurður sá þau nú sitja saman á brúðarbekknum, settist þetta allt svo að honum, að hann gat ekki horft á veizludýrðina og gekk frá tjaldbúðinni. Þar að boðinu var frændkona Sigga, föðursystir hans, efnakona 28 úr næstu sýslu. Þegar upp var staðið frá borðum, reikaði hún sinna erinda þangað sem tvö lambhús stóðu saman úti við túngarðinn. Varð henni litið þar út fyrir ofan í djúpa lág eða hvilft fyrir utan, og varð dálitið kyn- lega við, því að þar sá hún full- orðinn karlmann standa upp að einum hestinum ,leggja armana yfir makkann og grúfa andlitið ofan í faxið. Þegar hún gætti nánar að, þekkti hún þar frænda sinn mállausa. Hún horfði á þetta stundarkorn, en maður og hestur stóðu þar svo kyrrir, eins og þeir væru úr steini. Loks gekk hún niður á lágina og klappaði létt á öxl frænda síns. Hann kipptist dálítið við og leit til hennar. Hann var allur þrútinn af gráti og augun, þessi stóru bláu, voru full af tárum, en hann leit á hana aðeins í svip, sleppti tökum á hestinum, rétti henni brennheita höndina og kvakaði eitthvað, og gekk svo ihægt burt eftir láginni. Nú tók hún eftir því, að hestur- inn var Styggi-Jarpur og ætlaði að klappa honum, en Jarpur var ekki upp á það kominn og fór á harða skeiði á eftir Sigurði. Frænka Sigurðar horfði á eftir þeim; henni fannst hún sjá þar langan sorgarferil, þegar hún sá þennan gáfulega og gervilega pilt flýja til hestsins á þessum degi til að gráta. Þangað var flúið með tilfinningarnar, sennilega ríkar og viðkvæmar, undan mannafótun- um. Dýrið steig ekki ofan á þær. Áður en frænka Sigurðar fór af stað morguninn eftir, samdist það með þeim föður hans og henni, að Siggi færi til náms austur á land til prestsins, sem farinn væri að kenna þar mál- leysingjum, svo að Sigurður yrði staðfestur. Faðir hans hafði reynda rekki verið svo mjög á- fram um það ferðalag til að byrja með. Þá var það ekki orðin skylda, og Sigurður leit út fyrir að vera einhver þarfasti maður á heimilinu, hinn liðlegasti til hvers sem var og bráðfaagur á tré og járn, svo að sveitungarnir og kunningjarnir höfðu lítið minnzt á það up á síðkastið, hvílík mæða það væri að eiga slíkan aumingja. Hitt var ekki ósennilegt, að þeir sæi, hvers virði það var að eiga verkin hans og hafa hann áfram heldur kaupléttan. En systir hans bauð að kosta Sigga að öUu og það tók af skarið. Boðið þáði bróðir hennar reyndar ekki, það gat hann ekki, en endir málsins varð sá, að Sigurður litli fór aust- ur til náms þá um haustið. Veran þar eystra mun hafa verið viðburðafá og þó hafa ver- ið breyting mjög tii batnaðar, því að alltaf var Sigurði hlýtt til séra Páls kennara síns og lagt hafði hann að Sigurði að vera hjá sér áfram. Sigurður kom heim aftur vel læs og skrifandi og með ferming- arvottorð sitt „upp á vasann“. Hann var nú léttari miklu og lík- ast því, sem hann hefði verið í álögum og einhver hefði tekið haminn og brennt hann. Vinátta Sigurðar við forn- kunningjana kólnaði ekki þó að skiptin við mennina yrðu nánari. Hann gekk einsamall þegar fyrsta kvöldið út á bakkana til þess að heilsa upp á hestana, og var þar góða stund og var glaður eins og barn þegar hann kom heim og var að segja frá því með krítar- mola sínum, að Jarpur hefði „munað allt“, og gengið með sér DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.