Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 17
Vör Kristinn Jónsson, Ulfá Það mun vera algengt, að móður- astin knýr ærnar til að verja sig og afkvæmi sitt fyrir hundinum og tófunni svo lengi, sem kostur er. En fá dæmi munu vera til þess, að svo einlæg vinátta sé milli tveggja sauðkinda, að önnur kjósi heldur að verja sig og vin sinn ósjálfbjarga fyrir tófunni, sínum versta fjanda, í stað þess að flýja og forða sér, en þó veit ég þess eitt dæmi, sem ég astla nú að nefna. Þegar ég fluttist að Ulfá, fékk eg fráfaranda tvær ær, sem hétu Gullhnakka og Vör. Vorið 1908 var góð veðrátta á einmánuði, svo að ég átti erfitt með að hemja féð. Það sótti svo ákaft á dalinn, og fór þá svo langt á daginn, að mér fannst verra að reka það heim að kveldi og lofaði því þess vegna að liggja úti. Þessi góða veðrátta hélzt fram yfir sumarmál, en þá gerði norðanhríð með mikilli fann- komu, og lét ég þá smala fénu og hýsti það, en þá vantaði Gull- hnökku og Vör. Þegar slotaði, gerði eg margra daga leit að ánum, en þasr fundust ekki, svo að ég taldi víst, að þær hefði farið í fönn og þótti mér slæmt, því að báðar voru þær vænar. Einn dag bað ég ungling, sem hjá mér var, að leita í svo nefndum Eotni, sem er syðsti hluti afréttar- lr>s, er upp frá byggðinni liggur, og er þangað röskur þriggja stunda gangur, en þar hafði ekki fyrr verið leitað. Hann fór sem ég bað, og sagði hann mér svo frá ferð sinni, dýraverndarinn þegar hann kom heim um kveldið. Þegar hann kom í Botninn að vest- an verðu við Eyjafjarðará, sér hann slóðir eftir tvær kindur og tófuslóð samhliða; það sá hann, að kind- urnar höfðu öðru hverju stanzað og varið sig fyrir tófunni, því að víða var mikið spark. Vissi hann þegar, að þetta hlaut að vera slóð eftir ærnar, því að um aðrar kindur gat ekki verið að tala. Hann rakti slóðirnar austur yfir ána á snjóbrú, og upp á stall', sem er að austan verðu við ána; þar sá hann á troðningi, að ærnar höfðu snúizt til varnar, en svo orðið undan að halda og lágu slóðirnar eftir stall- inum ásamt slóð refsins. Er hann kom á hæð nokkura sá hann aðra ána skammt frá sér, en hina sá hann hvergi, og taldi það víst, að tófan hefði drepið hana. En þegar hann átti eftir stuttan spöl, kemur Vör á móti honum á harða hlaupi og ræðst á mórauðan hund, sem var með piltinum, hann tók á móti, en varð fljótt að láta undan og flýja; sneri þá Vör aftur og staðnæmdist á sama stað sem hún var áður. Gekk þá pilturinn til hennar og sá þá, að hún stóð á lækjarbakka, og að Gullhnakka var þar niður í; hafði farið niður um snjóhuldu, sem komið hafði yfir lækinn í hríðinni. Hann náði ánni upp úr, en hún gat þá ekki staðið og var hann því nokkra stund að stumra yfir henni. Meðan á því stóð, fór seppi að færa sig nær, en ekki var hann langt kominn áleiðis, þegar Vör fór á móti honum í annað sinn, svo að hann varð að flýja. Meðan Gull- hnakka var að hressast, stóð Vör alltaf hjá henni og varnaði hund- inum að koma nálægt henni. Pilt- urinn sagði, að mikið traðk, bæði eftir tófuna og Vör, hefði verið í snjónum kringum holuna, þar sem Gullhnakka var niður í læknum. Enginn vafi er á því, að tófan hefði ráðizt á Gullhnökku og drep- ið hana, þar sem hún lá föst og gat ekki varið sig, hefði Vör ekki, með hættu fyrir sitt eigið líf, varið vinu sína og bjargað lífi hennar. Þetta sýnir ljóslega, að kær vinátta getur verið milli skepnanna. Þegar Gullhnakka fór að hressast, rak pilturinn ærnar nokkuð heim- leiðis um kveldið og skildi þær eftir, þegar Gullhnakka komst ekki lengra, en næsta morgun sótti hann þær og rak heim. Gullhnakka náði sér ekki eftir áfallið, svo að ég lógaði henni haustið eftir, en Vör lifði þar til síðastliðið haust; alltaf var henni illa við mórauða hundinn og mátti ekki sjá hann, svo að hún réðist ekki þegar að honum. Fleira mætti segja af skepnunum, sem sýnir, að þær eru bundnar nánum vinátm- böndum og kunna líka að hata; en þetta hygg ég að nægi til að sýna, að vinátta þeirra á milli er sterkari en menn almennt gera sér grein fyrir. Dýravinurinn, 1914, 15. hefti. 17

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.