Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 6

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 6
nokkur hafði gert sér vonir um. Fyrsta árið komst kaupendatalan upp í 1600. Þegar að því liðnu var Dýraverndarinn stækkaður um þriðjung, hafður sex blöð árg., í stað fjögra (96 bls. í stað 64 bls.). Síðan jókst útbreiðsla hans æ og stöðugt með ári hverju. í ársbyrj- un 1922, 8. ár blaðsins, var kaup- endatalan orðin vel 4000. Á sama tíma hafði verð blaðsins smám sam- an hækkað úr 50 aurum upp í tvær krónur, en verðhækkunin virt- ist ekki hafa nein áhrif á útbreiðsl- una, enda var Dýrav. alltaf mjög ódýr öll þessi ár. En þegar nú er minnzt á hina miklu útbreiðslu Dýraverndarans um þessar mundir við Jóh. Ogm. Oddsson, lætur hann ekki mikið yfir því, að það hafi verið miklum vandkvæðum bundið að koma henni í þetta horf. „Vegna þeirrar miklu velvildar, sem Dýraverndar- inn naut á þessum árum hjá öllum almenningi, var það auðgert", segir hann. En „þar með var draurnurinn búinn". Þegar 8. ár Dýraverndarans hófst, eða árið 1922, hafði hann liðlega 4000 áskrifendur. Það var ævin- týralegur fjöldi á þeim árum, og enn í dag teljast 4000 eintök af blaði eða bók meðal stóru upplag- anna. — En hér með var draumur- inn líka búinn. Frá 1. apríl þetta ár hætti Jóh. Ogm. Oddsson afgreiðslu Dýraverndarans. Þar með stöðvaðist útbreiðsla hans og hefur síðan minnkað mjög mikið. Nú er hún aðeins svipur hjá sjón í saman- burði við það, sem áður var. En þá sorgarsögu ætla ég ekki að rekja hér nánar." Og enn skrifar Sigurður og nú um stefnu blaðsins og markmið: Ekki þarf að efa, að þessi um- mæli hafa við allgóð rök að styðj- ast, en eiga þó áreiðanlega betur við Dýraverndarann eins og hann var, meðan hann var útbreiddur og víðlesinn heldur en nú, enda hlýtur víðlesið blað að öðru jöfnu að vera áhrifameira, en sams konar rit, sem fáir sjá. Stefna Dýraverndarans. En hér kemur þó fleira til greina og skal það athugað lítið eitt nán- ar. Sú var tíðin, á þeim gömlu og góðu dögum, að Dýraverndarinn hafði ákveðna og afmarkaða stefnu sem málgagn ákveðins málefnis. Þeir, sem áttu frumkvæði að stofn- un hans, töldu nauðsynlegt að hafa sérstakt blað til þess að geta haldið uppi þeirri baráttu, sem þeir töldu vísa vegna málefnisins. Þótti t. d. miklu máli skipta, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hægt væri að vekja athygli á illri meðferð á dýrum, þar sem slíkt ætti sér stað, til þess að vekja andstyggð almenn- ing á þesp kyns athæfi. í fáum orðum sagt, Dýraverndarinn var stofnaður til að vera tæki í þeirri alvarlegu viðleitni, sem hafin var með stofnun Dýraverndunarfélags íslands til þess að berjast fyrir bættri meðferð á dýrum. Hið upphaflega ætlunarverk Dýraverndarans var rækt með sóma, meðan Jón Þórarinsson var ritstjóri hans. Hann ritaði um málin með einurð og hreinskilni, ómyrkur í máli, hver sem átti í hlut. Allt það helzta, sem gerðist varðandi dýra- verndunarmál, gat hann um í blað- inu svo til jafnóðum og það skeði, og örfaði þannig og vakti býsna almennan áhuga á þessum efnum. Ekki þarf að efa, að málflutningur hans í blaðinu hefur almennt líkað vel. Áhrifin, sem þau höfðu, eru bezta sönnun þess. Síðustu árin mun hann að vísu hafa verið orð- inn vægari í ádeilum en áður, en fyrst og fremst vegna skrifa sinna í Dýrav. er hann samt meðal þeirra, sem bezt hafa dugað dýraverndun- armálinu hér á landi. Þegar Jón Þórarinsson féll frá, breyttist málflutningur Dýravernd- arans furðu skjótlega. Hið upphaf- lega hlutverk hans verður allt í einu að þoka fyrir öðru sjónarmiði og aðaláherzla er nú lögð á það, að gera blaðið að skemmtiriti, en ekki skeleggt sem alvarlegt mál- gagn; og alltaf síðan hefur þetta verið aðalstefna þess, hvað svo sem ritstjórarnir hafa heitið. — Straum- ar tímanna hafa borið okkur alla inn á þessa leið, suma nauðuga — aðra viljuga. Allir höfum við verið að reyna að gera blaðið sem allra A 6 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.