Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 26
1
sér hálfa leiS umhverfis hnöttinn,
og nú skulum við á einu augna-
bliki fara þá löngu leið frá Gala-
pagoseyjum til íslands, sögueyjar-
innar í norðurhöfum. En ef við
höfum gert gælur við þá hugmynd,
að norður þar sé viðhorf manna til
dýranna allt annað og betra en á
suðurhvelinu, er hætt við að við
verðum fyrir vonbrigðum.
Ég hef áður minnzt á þátttöku
okkar íslendinga í því, að útrýma
geirfuglinum, en málið er miklu
víðtækara. Að vísu höfum við ekki
beinlínis unnið að algerri útrým-
ingu annara dýrategunda, en óneit-
anlega höggvið djúp skörð í raðir
þeirra og er haförninn þar augljós-
asta dæmið.
Ég hvarfla nú huganum örlítið
aftur í tímann og minnist þeirra
ára, þegar ég dvaldi í dreifbýlinu.
Mér fannst þá og ávallt síðan að
hver árstíð ætti sína sérstöku feg-
urð og víst er að haustið, með sín-
um hljóðu náttskuggum og marg-
lita gróðurfölva undir dvínandi
dagsbirtu, hafði jafnan djúpstæð
áhrif á mig. Þá komu gæsirnar í
fríðum fylkingum niður með sunn-
lenzku stóránum og áttu framund-
an langa og hættulega för yfir úi-
hafið. Kvak þeirra hljómaði unaðs-
lega í eyrum mér og einhvern veg-
26
inn fannst mér það tákna kveðju
frá sumrinu, sem var að líða. Ed
hafi ég hugsað mér að njóta þessara
radda, sem féllu svo vel inn í haust-
kyrrðina, þá skjátlaðist mér hörmu-
lega, því brátt rnátti sjá gljáfægða
bíla koma brunandi eftir þjóðveg-
inum og þar með var friðurinn
rofinn. Dynjandi skothveliir kváðu
við og gæsirnar lágu í blóði sínu,
ýmist dauðar eða helsærðar.
Nokkrar voru „aðeins" vængbrotn-
ar og reyndu, í dauðadæmdri von
um að bjarga lífi sínu, að hlaupa
brott frá kvölurum sínum. Þau
viðbrögð gátu aðeins endað á einn
veg. Svo mikil var frekja þessara
manna og svo mikið drápsæði greip
þá, að dæmi veit ég til þess, að
þeir óku heim að bæ einum og
skutu aligæs í hlaðvarpanum.
Snemma á yfirstandandi vetri
voru í fjölmiðlum flutt hlýleg
hvatningarorð til verðandi rjúpna-
bana, þess efnis, að klæða sig og
nesta vel. Þessi umhyggja var nán-
ast hlæileg, því að þessir menn
höfðu að sjálfsögðu það eitt í huga
að drepa saklausa fugla, sem börð-
ust harðri baráttu fyrir lífi sínu í
köldum örmum vetrarins. Göfugri
var hugsunarhátturinn ekki.
Eitt af dagblöðunum birti í
fyrrasumar viðtal við einhvern lax-
veiðimann, undir svohljóðandi yfir-
skrift: „Laxveiðin veitir unað og
hvíld". Svo mörg voru þau orð.
Hvað er það svo við laxveiðina,
sem veitir mönnum unað? Jú, ein-
faldlega það að horfa á dauðastríð
dýrsins, auk þess sem matarvonin
grípur þarna inn í og eykur við
ánægjuna.
Ymsar ómannúðlegar drápsað-
ferðir hafa tíðkast hér á landi fram
til þessa og nægir að nefna hinar
viðbjóðslegu flekaveiðar því til
sönnunar. Aðeins örfá ár eru síðan
að sú glæpsamlega veiðiaðferð var
bönnuð með lögum og sýnir það
glögglega hve svifaseinir valdhafar
eru þegar um dýraverndun er að
ræða.
Ég hef hér að framan nær ein-
göngu minnzt á landdýrin, spen-
dýr og fugla. En dýr hafsins verða
þó engu síður fyrir barðinu á
manninumoger í því sambandi
skylt að geta þess, að sumar teg-
undir hvala eru þegar í útrýmingar-
hættu. Og í heild skipta þær dýra-
tegundir hundruðum, sem maður-
inn er á góðri leið með að gereyða.
Hugsanlegt er, og raunar líklegt,
að sá tími sé eigi mjög langt fram-
undan, að maðurinn tortími sjálf-
um sér. Nú ræður hann yfir gereyð-
ingarvopnum, sem gera honum
slíkt mögulegt. Og ótrúlegt er að
þau vopn verði ekki einhvern tíma
notuð. Þá verða ný þáttaskil í sögu
lífsins og enginn veit hvaða ætt-
bálkur dýra hefst næst til valda á
jörðinni. Hitt er víst, að framvinda
lífs í einhverri mynd verður ekki p
stöðvuð, því að lífsmeiðinn mikla
- hinn skapandi mátt náttúrunnar
- megnar maðurinn ekki að deyða.
Eyþór Erlendsson,
frá Helgastöðum.
DÝRAVERNDARINN
I