Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 8
hefur komið fram að breyta honum
í ársrit, en gegn því gilda sömu rök
enn og frú Ingunn Einarsdóttir bar
fram á fundinum í Laugarnesi
1915, sem endaði með því, að blað-
ið var stofnað. Dýraverndarinn þarf
að vera tiltækur til varnar og sókn-
ar, svo að ekki líði of langt frá því
að málin voru efst á baugi, þar til
um þau er fjallað í blaðinu, og það
er síður en svo, að það nái ekki til
þeirra, sem víta þarf. Ég hef sem
áður getur orðið þess vís, að þeir,
sem það hefur beint að skeytum,
hafa orðið þeirra varir, og ég hef
hlotið ærið ómjúk orð — einkum
á bak, og einu sinni skildist mér, að
reyna skyldi fyrir sér um mútur,
raunar í kurteislegu formi, freista
þess, hvort ekki væri unnt að breyta
afstöðu minni í ákveðnu máli á
þann hátt, enda hefur víst sú leið
oft og tíðum gefizt allvel á ýmsum
stöðum.
Blaðið þarf að stækka og fjöl-
breytni þess að aukast. Mörg mál
eru á döfinni, sem krefjast rúms.
Ritstjóri þarf að geta aflað sér fjöl-
breyttara efnis, einkum þess fróð-
leiks um náttúrufræði og náttúru-
vernd, sem ósjálfrátt eykur hjá
hverjum manni samhug og virð-
ingu fyrir gróðraröflum tilverunn-
ar, og blaðið þarf að eiga ráð á
betri og glæsilegri myndakosti, svo
að það geti að einhverju leyti keppt
um hylli æsku landsins við hið
fjölmarga miður æskilega, sem
henni stendur til boða. Málflutn-
ingur þess þarf að vera reistur á
gildum rökum þekkingar, hag-
kvæmni og menningar, og það
þyrfti að hafa þau fjárráð, að það
gæti launað liðsinni sérfróðum
mönnum á þessum eða hinum
vettvangi."
Margt fleira fróðlegt og
skemmtilegt segir Guðmundur G.
Hagalín um fimmtugsafmæli blaðs-
ins og enn ritstýrir hann því næstu
7 árin, eða til ársins 1972, að hann
sagði upp ritstjórnarstörfunum.
Dýraverndarinn hafði stækkað
nokkuð í höndum Guðmundar.
Voru blöðin í hans tíð 6 á ári og
hvert blað með 15 tvídálka les-
málssíðum, auk kápu og auglýs-
inga. — Var nú stjórn S. D. í.
nokkur vandi á höndum er rit-
stjóralaust var orðið. Auglýsingar
eftir góðum manni í þetta starf
báru ekki árangur. Hljóp þá undir
bagga þáverandi ritari sambands-
stjórnar, Jón Kr. Gunnarsson, fram-
kvæmdarstjóri Sædýrasafnsins í
Hafnarfirði. — Tók hann að sér að
sjá um árganginn 1972. -—■
Eftirtaldir menn hafa verið rit-
stjórar blaðsins:
1. Jón Þórarinsson, 11 ár (rúml.).
2. Grétar Fells, 2l/2 ár (rúmlega).
3. Einar Þorkellsson, 1 ár (tæpl.).
4. Einar E. Sæmundssen, 10 ár
(rúmlega).
5. Jón Pálsson, 1 ár (tæplega).
6. Símon Jóh. Agústsson, 1 ár
(tæplega).
7. Páll Steingrímsson, 5 ár.
8. Sigurður Helgason, 8 ár.
9. Guðm. G. Hagalín, 17 ár.
10. Jón Kr. Gunnarsson, 1 ár.
11. Gauti Hannesson og Jórunn
Sörensen, 2 ár.
Þá skulum við líta á hvernig
háttað hefur verið stærð og verði
blaðsins á þessu 60 ára tímabili:
Lesmál Dýraverndarans og verð:
(Raðtölur árganganna og ártölin
eru öll að báðum meðtöldum);
8
DÝRAVERNDARINN