Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 25
■sem samvizkulaus mannsheili getur
upphugsað.
Frá Afríku er skammt í víð-
lendur Asíu-landa, en þar er dýra-
iíf sums staðar mjög fjölskrúðugt
og þó einkum á Indlandi og Ind-
lands-eyjum. Um það mætti að
sjálfsögðu skrifa langt mál, en
verður ekki gert hér. Eina fugla-
tegund, sem tilheyrði þessari
Eeimsálfu, vil ég þó sérstaklega
nefna, en sú er dúdúfuglinn svo-
nefndi. Þessi einkennilegi fugl
lifði fyrrum á eyjunni Mauritius í
Indlandshafi, sem raunar er stærsta
eyjan í sérkennilegum eyjaklasa.
Fuglinn var ófleygur, en slíkt er
og hefur ævinlega verið dauðasök
í augum mannsins. Árið 1642 sett-
ust Hollendingar að á eyjum þess-
um og þar með urðu þær aðnjót-
andi þeirrar „menningar", sem
ávallt fylgir í slóð hvítra manna.
Er skemmst frá því að segja, að á
næstu áttatíu árum var dúdúfugl-
inum gereytt og er það eitt versta
verk, sem unnið hefur verið fyrr
og síðar og er þá mikið sagt.
Eins og hvert mannsbarn veit, er
Astralía minnsta og jafnframt af-
skekktasta heimsálfan. Frá líffræði-
legu sjónarmiði er hún sannkallað
undraland, heimur fyrir sig.
Það er ekki hugsað hlutverk
þessa greinakorns, að lýsa einstök-
um dýrategundum, sem „móðir
náttúra" hefur af þekktri snilli
mótað og sérhæft í þessum um
milljónir ára einangraða heims-
hluta, eða frá því að álfan slitnaði
ur samhengi við önnur meginlönd
a ártertier. Aðeins örfáar tegundir
skal nefna.
Þekktasta dýr Ástralíu er tví-
mælalaust risakengúran. Ætla
mætti, að hún væri þjóðarstolt í
orðsins fyllstu merkingu og því
íriðlýst. En slíku er ekki að heilsa.
DVRAVERNDARINN
Þvert á móti er þetta merkilega dýr
drepið svo miskunnarlaust, að út-
rýmingarhætta er framundan. Eðli
mannsins er alls staðar hið sama.
í Ástralíu - og aðeins þar - eru
til spendýr (nefdýrin) sem verpa
eggjum og eru því eins konar
tengiliðir milli fugla og spendýra.
Tæplega er þess að vænta, að
þarlendir menn sýni þessum furðu-
legu dýrum virðingarvott fremur
en kengúrunni. Slíkt gerir maður-
inn raunar aldrei, hvaða dýrateg-
und sem um er að ræða, því að
virðingu fyrir lífi ber hann ekki.
Strútfuglarnir emú og kasúar eru
meðal einkennisdýra Ástralíu, svo
og hinir undurfögru paradísarfugl-
ar og hinn fágæti lýrufugl. Allir
þessir fuglar lifa í hættulegri ná-
lægð við manninn og eiga ekki
annarra kosta völ.
Margir munu hata neyrt (eða
séð getið urn móafuglinn, risavax-
inn strútfugl, sem fyrrum lifði á
Nýja-Sjálandi. Hann var algerlega
ófleygur, um hálfur fjórði metri á
hæð og því einn allra stærsti fugl,
sem jörðin hefur alið. Þennan und-
ursamlega fugl ofsóttu mennirnir
og vildu feigan, enda varð þeim
að þeirri ósk sinni, því að sá síðasti
mun hafa fallið fyrir rúmlega
tveimur öldum. Um svipað leyti
lifði annar enn stærri strútfugi á
eyjunni Madagaskar í Indlands-
hafi. Einnig honum útrýmdu
mennirnir.
Það er algild regla og löngu
þekkt, að í þeim löndum og eyj-
um, sem hafa verið einangruð um
tugmilljónir ára, hafa þróast ýms-
ar sérkennilegar tegundir dýra, sem
hvergi finnast annars staðar á ger-
vallri jörðinni. Frægastur allra
slíkra staða eru svonefndar Gala-
pagoseyjar í Kyrrahafi. En ekki
voru þessar eyjar fyrr uppgötvaðar
af mönnum, og þá jafnframt hið
merkilega dýralíf þeirra, en ógæfan
skall yfir þær eins og flóðbylgja.
Ármilljóna friður var samstundis
rofinn og eyjarnar gerðar að víg-
velli. Telja má víst, að það eitt hafi
að minnsta kosti bjargað risaskjald-
bökunni, því fágæta dýri, frá al-
dauða, að eyjarnar eru mjög örðug-
ar yfirferðar.
Svo einstætt er dýralíf Gala-
pagoseyja, að vafasamt er talið að
Charles Darwin hefði skrifað sína
frægu bók um uppruna tegund-
anna ef hann hefði ekki komið
þangað, en þangað kom hann á
hnattferð sinni árið 1835.
Galapagoseyjar eru eigi mjög
fjarri Suður-Ameríku, en einnig
þar böðlast maðurinn áfram með
sama tillitsleysinu í garð dýranna
og hvarvetna annars staðar og
færir stöðugt út kvíarnar. Jafnvel
hinir firnamiklu frumskógar Brasil-
íu, sem óralengi hafa verið griða-
staður margra dýrategunda, verða
í æ ríkari mæli áhrifasvæði hvítra
manna.
Með hraða þeim, sem hugurinn
getur farið, er fljótgert að bregða
25