Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 24

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 24
mikinn hluta þessara dýra hefur maðurinn drepið einungis sér til gamans, eða með öðrum orðum til þess eins, að metta að nokkru leyti sína annars óseðjandi drápfýsn. Afríka var, sem alkunnugt er, auðugri að dýralífi en nokkur önn- ur heimsálfa, svo að þar kom eng- inn samanburður til greina. Hún varð því, er fram liðu tímar, sann- kallað óskaland hins rángjarna hvíta manns. Lög og settar reglur voru þar óþekkt og gat því hver og einn athafnað sig að vild sinni. Og þar sem grimmd og drápseðli eru manninum í blóð borin, er eigi örðugt að geta sér til um athafnir hans meðal villtra dýra í þessum heimshluta, enda er sá glæpaferill löngu þekktur. Þegar Evrópumenn komu fyrst til Afríku, var þar slíkur urmull dýra hvarvetna að ævintýri var líkast. Blessunarlega laus við nær- veru hins hvíta manns höfðu dýr þessi lifað í órofa frelsi frá upp- hafi tilveru sinnar. Og þó að þau væru býsna ólík að sköpun allri og eðlishvöt, áttu þau það þó sam- eiginlegt, að hvert einstakt þeirra var (og er) hlekkur í voldugri lífkeðju, sem náttúran hafði um ótölualdir mótað og fullkomnað af sinni alkunnu snilli. En með komu vestrænna manna varð á þessu ægi- leg breyting. Hinu fullkomna jafn- vægi þessa einstæða lífheims var skyndilega raskað af lítilli fyrir- hyggju, en þeim mun meiri grimmd. Lífkeðjunni miklu var umsvifalaust sundrað. Þegar maðurinn er í drápshug, þá er ástæðan venjulega tvenns konar. Sú fyrri og trúlega algeng- ari er að hann vill þyngja pyngju sína, en hin önnur er sú ríka þörf hans að svala drápsfýsn sinni. Ég hygg, að fyrrnefnda ástæðan hafi frá upphafi verið öllu yfirsterkari í Afríku, þó að báðar hafi að sjálf- sögðu fallið vel saman og veitt mörgum manninum kærkominn unað. Mér er ljóst að málefni það, sem hér um ræðir, er svo yfirgripsmik- ið, að ég verð að setja því mjög takmarkaðan ramma ef grein þessi á hugsanlega að finna náð fyrir augum einhvers ritstjóra. En ör- fáar dýrategundir er þó óhjákvæmi- legt að nefna í þessu sambandi, þó nægja verði að geta aðeins þeirra, sem ofsóknir mannsins hafa allra mest beinzt að. Af þeim mörgu dýrategundum Afríku, sem maðurinn, sá mikli tortímandi, hefur ofsótt og óspart að velii lagt, vil ég fyrst og fremst nefna fílinn, en skögultenn- ur hans hafa lengi verið eftirsóttar og háu verði keyptar. Tígrisdýr (í Asíu) og hlébarðar hafa jafnan verið ofarlega á dauða- lista hvítra manna sakir sinna fögru felda, sem mjög eru eftir- sóttir í loðkápur kvenna. Byssu- kúla þykir spilla feldinum og því hafa menn fundið upp nýjar dráps- aðferðir, sem eru svo grimmilegar, að sjálfur myrkrahöfðinginn mætti öfunda þá af hugkvæmninni. Verð- ur þeim glæpaverkum ekki lýst frekar hér. Afríku-strúturinn, sem er alger- lega ófleygur, var lengi eitt ofsótt- asta dýr álfunnar. Astæðan var sú, að hann er prýddur undurfögrum vængja- og stélfjöðrum, sem hafa ætíð verið mjög eftirsóttar til skrauts. Kaldrifjaðir Arabar tóku höndum saman og eltu sama fugl- inn á fráum hestum, unz hann ör- magnaðist. Var þá sjálft böðuls- verkið auðvelt í framkvæmd. Nú á tímum er reynt að vernda, á friðlýstum svæðum, leifarnar af hinum mörgu dýrategundum Af- ríku, en gengur örðuglega, því að glæpamenn úr ýmsum áttum vilja koma þeim í hel og nota til þess allar þær grimmdarfullu aðferðir, 24 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.