Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 10
Arsskýrsla Sambands dýraverndunarfélaga Islands starfsárið 1974 Á aðalfundi sambandsins 1973 voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn, og á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum, þannig: Jórunn Sörensen, formaður. Gunnar Steinsson, varaformaður. Ólafur Jónsson, ritari. Hilmar Norðfjörð, gjaldkeri. Gauti Hannesson, meðstjórnandi. Sigurður Jónsson, meðstjórnandi. Ásgeir Hannes Eiríksson, með- stjórnandi. V'aramenn: Paula Sörensen, Kristleifur Ein- arsson, Skúli Ólafsson, Gunnlaugur Skúlason. Stjórnarfundir. Á kjörtímabilinu voru haldnir 9 bókaðir stjórnarfundir. Voru vara- menn ætíð boðaðir á þá jafnt og aðrir stjórnarmenn, þannig að allir tóku fullan þátt í störfum sam- bandsins. Að sjálfsögðu var svo símasamband á milli stjórnarinnar eins og þurfa þótti og einnig var hist óformlega, bæði til viðræðu og vinnu, eins og t. d. fyrir Dag dýr- anna. Hundabú Búnaðarfélags íslands að Leirtjörn. Stjórnin fór tvær skoðunarferðir að búinu í byrjun árs. Aðbúnaður hundanna var athugaður, bæði nýju kofarnir sem komnir eru fyrir þá og annað sem lagast hefur í með- ferðinni á þeim. En einnig var athugað það sem enn er ófært í meðferð hundanna og aðbúnaði. Það verður ekki rakið hér, en stjórn Búnaðarfélags íslands svo og Dýra- verndunarnefnd ríkisins var ritað ýtarlegt bréf um málið. Yfirdýra- læknir sagði í viðtali við Sigríði Ásgeirsdóttur fulltrúa S. D. í. i dýraverndunarnefndinni að hunda- búið yrði flutt á betri stað og væri hann að útvega þann stað. Stjórnin tók myndir á staðnum, bæði af botnfrosnum vatnsílátum og gadd- freðnu heilum svínshöfðunum og rifjunum, sem dýrin höfðu til að nærast á. Styrkur til dýrabjúkrunarkonunnar. Svo sem frá var skýrt í síðustu skýrslu hefur ung stúlka hafið nám í dýrahjúkrun í Englandi. Stjórnin ritaði Menntamálaráðuneytinu og sótti um styrk fyrir hana til náms- ins, sem er mjög kostnaðarsamt. Fékkst nokkur styrkur, eða 50 þús. krónur, sem komu sér að sjálfsögðu mjög vel fyrir stúlkuna, en einnig er mikilsverð sú viðurkenning á náminu, sem í þessari styrkveitingu fellst. Einnig ritaði stjórnin all- mörg bréf til Englands, bæði til R. S. P. C. A. og Royal College of Veternary Surgeon út af umsókn hennar um skólavist í Englandi. Endurskoðun laga um dýr og dýravernd. í skipunarbréfi Dýraverndunar- nefndar ríkisins er henni ætlað það verkefni að endurskoða íslensk lög og reglugerðir um dýravernd. Þetta verkefni var gefið í samráði við stjórn S. D. í. Hefur stjórnin unn- ið að því að afla allra laga og reglu- gerða um dýravernd, dýrahald og annað það er varðar dýr á íslandi vilt eða tamin. Unnið er að endur- skoðun þessara laga og mun stjórn- in gera tillögur um þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar. Er þetta gert í samráði við fulltrúa sambandsins í dýraverndunarnefnd- inni Sigríði Ásgeirsdóttur lögfræð- ing. Þetta er rnikið verk og sein- unnið og er ekki hægt að segja hvenær sér fyrir endann á því, en þar mun verða þungur á metunum sá áhugi sem dýraverndunarnefndin sýnir á sínu starfi. Hundavinafélag í V estmannaeyjum. í janúarmánuði s. 1. var stofnað hundavinafélag í Vestmannaeyjum. Eftir beiðni Guðmundar Hannes- sonar ritara Hundavinafélags ís- lands, skrifaði stjórnin forsvars- manni þessa nýja félags og sendi gögn þau er um var beðið, en það var samþykkt hreppsnefndar Garðahrepps varðandi hundahald. Einnig var gerð grein fyrir því að félagið gæti gerst aðili að sam- bandinu. Félagar í þessu félagi eru um 50. Rœtt um dýraverndunarfélag á Suðwrnesjum. Sigtryggur Árnason yfirlögreglu- þjónn í Keflavík hafði samband 10 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.