Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 15
haldinn var í nóvember s. 1. sem
fulltrúi S. D. í.
Dagur dýranna 1974.
Dagur dýranna 1974 var sunnu-
daginn 15. september. Er það í
annað sinn sem Dagur dýranna er
haldinn hátíðlegur hér á landi. Þar
sem íslendingar halda nú upp á
ellefu hundruð ára búsetu sína í
landinu ákvað stjórn S. D. í. að
Dagur dýranna að þessu sinni
skyldi helgaður veru húsdýranna
hér í ellefu aldir og sambýli þeirra
við okkur íslendinga.
Mikil vinna var lögð í undir-
búning dagsins, þannig að hann
mætti takast sem best.
Stjórnin ritaði herra Sigurbirni
Einarssyni biskupi bréf og bað
hann þess að hann færi þess á leit
við presta landsins að þeir minnt-
ust dýranna og nauðsynlegri vernd-
un þeirra við guðþjónustur í kirkj-
um landsins þennan umrædda
sunnudag. Einnig fór formaður á
fund biskups og ræddi þessi mál
við hann. Varð hann mjög greið-
lega við þessari ósk og var dýranna
minnst við guðþjónustur um land
allt þennan dag.
Stjórnin ritaði einnig útvarps-
raði og fór fram á að fá að hafa
dagskrá í útvarpinu í tilefni dags-
Jns. Ræddi formaður þetta einnig
við dagskrárstjóra persónulega.
Þetta mál var mjög auðsótt og
var síðan unnið að gerð dagskrár-
mnar í samvinnu við Baldur Pálma-
son. Til þess að dagskráin mótað-
lst af tilefni dagsins var Guð-
mundur Jósafatsson frá Brandsstöð-
mn fenginn til að flytja erindi um
húsdýrin okkar í ellefu hundruð ár.
Einnig talaði Árni Björnsson þjóð-
háttafræðingur um dýrin og þjóð-
trúna en eins og allir vita er mikil
þjóðtrú bundin húsdýrunum og
dýraverndarinn
margir skrítnir og merkilegir siðir.
Baldur Pálmason og Pétur Péturs-
son lásu upp úr ýmsum bókum
um húsdýrin og á milli atriða var
flutt íslensk tónlist og sönglög um
húsdýrin. Kynningar annaðist for-
maður sambandsins og flutti hann
einnig inngangsorð og minntist
líka sextíu ára afmælis sambands-
ins á þessu ári. Dagskráin stóð í
80 mínútur.
Þar sem fjárhagur sambandsins
er mjög bágborinn var mikil
áhersla lögð á merkjasölu til fjár-
öflunar. Merkið teiknaði listamað-
urinn Baltasar og táknar það dýr
lofts láðs og lagar. Stendur sam-
bandið í mikilli þakkarskuld við
listamanninn fyrir þetta framlag
hans. Stjórnin, svo og fjölmargir
sjálfboðaliðar unnu mikið starf við
að setja títuprjóna í merkin og
telja þau í poka þannig að hægara
yrði að afgreiða þau til sölubarn-
anna. Merkin voru seld í Reykja-
vík, Hafnarfirði, Kópavogi og
Garðahreppi, svo og á fjórum stöð-
um úti á landi, á Akureyri, ísafirði,
Akranesi og Keflavík. Skólastjórar
í viðkomandi skólum úti á landi
sáu um dreifingu merkjanna þar,
en hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu
skiptu stjórnarmenn og aðrir sjálf-
boðaliðar sér á þá skóla sem merkj-
unum var úthlutað frá. Merkjasalan
gekk mjög vel og var mikill fengur
að fá þá peninga í rýran rekstrar-
sjóð sambandsins.
Stjórnin talaði við landsbókavörð
og fór þess á leit við hann að sett
yrði upp sýning á íslenskum bók-
um um húsdýrin. Var því erindi
mjög vel tekið og unnu bókaverðir
landsbókasafnsins að uppsetningu
þessarar sýningar.
Stjórn S. D. í. þakkar öllum þeim
er á einhvern hátt aðstoðuðu við
þennan Dag dýranna.
Stjórnin hefur nú ákveðið að
þriðji sunnudagur í september skuli
ætíð vera Dagur dýranna og hefur
nú þegar verið talað við fulltrúa
dómsmálaráðuneytisins að sá dagur
verði ætíð frátekinn fyrir merkja-
sölu fyrir S. D. í. Til þessa ráðs er
gripið, því mjög erfitt er að fá
hentugan dag til merkjasölu, sem
ekki er pantaður af öðrum.
Dýraverndarinn.
Áætlað var að koma út fjórum
blöðum af Dýraverndaranum á
þessu ári. Vegna prentaraverkfalls-
ins fyrri hluta árs og mikillar
seinkunnar á útkomu fyrsta blaðs-
ins vegna þess, var gripið til þess
ráðs að auka við efni blaðsins og
láta 1. og 2. tölublað koma út í
einu riti. Eftir prentaraverkfallið
hækkaði allur prentunarkostnaður
svo gífurlega að stjórnin sá að ekki
var mögulegt að koma þeim tveim
blöðum sem eftir voru út nema
saman í einu riti. Það blað er nú
nýkomið út. Lögð hefur verið
áhersla á að flytja vandað efni og
fjölbreitt eftir því sem við hefur
verið komið. Jórunn Sörensen og
Gauti Hannesson hafa í samein-
ingu unnið við blaðið og hafa þau
gert það án þess að þiggja nokkur
ritlaun eða aðra þóknun fyrir.
Hilmar Norðfjörð hefur séð um
auglýsingar.
Gjafir til sambandsins og
dýraspítalans.
Gjafir til sambandsins hafa verið
margar. Einnig hafa borist nokkur
áheit. Börn hafa haldið hlutaveltur
og þannig hafa þau safnað fé, sem
þau ætla dýraspítalanum. Stjórnin
þakkar þeim innilega er á þennan
hátt hafa létt störf sambandsins.
15