Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 32
Björgunarstarf
Björgunarmennirnir Örn Fransson og Ólafur Jón Kristjánsson með skjól-
stœðing þeirra, þrastarungann, og Axel og Svavar Hilmarssynir. Þeir standa
nndir trénu, þar sem kötturinn komst fyrst í hreiðrið. - Ljósm. RAX.
Eftirfarandi frásögn birtist í
Morgunblaðinu sl. sumar, um björg-
un á Sólvallagötunni.
Frækileg björgun hefur að und-
anförnu verið unnin á Sólvallagöt-
unni. Björgunarsveitin, sem saman-
stendur af fjórum drengjum, hefur
gengið vasklega fram í að bjarga
þrastarunga frá óvinunum — að-
vífandi köttum.
Björgunarstarfið hófst snemma
einn morguninn, þegar Orn Frans-
son var að klæða sig og heyrði mik-
il læti úti í garðinum. Þar var í háu
tré þrastarhreiður með tveimur
ungum. Nú hafði kötturinn þegar
náð í og etið annan þeirra, en hinn
lá í grasinu. Orn þaut út og hrifsaði
ungann frá óvininum. Hann fór
með hann inn og setti hann í fat.
Um hádegið kom hann hlaup-
andi heim úr vinnunni til að gefa
honum eitthvað að borða. Hann
og mamma hans settu fatið líka út
á stétt og þá kom þrastarmamma
og þrastapabbi og færðu unganum
orma, meðan mannfólkið gætti
þess, að kötturinn kæmist ekki að
honum. Síðan var hann geymdur
inni í kjallaranum.
En meðan Orn og mamma hans
voru í vinnunni, sá vinur Arnar,
Ólafur Jón Kristjánsson, einu sinni,
hvar annar köttur var að troða sér
inn um gat, til að komast inn til
ungans. Hann rétt náði í skottið á
kettinum og dró hann út og fór
svo að aðgæta fuglinn. Hann var
lamaður á fæti eða fótbrotinn, og
þeir félagarnir fóru með hann til
32
DÝRAVERNDARINN