Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 21
Lítið eitt um svefn fuglanna
Fyrir mörgum árum var ég að
vaðdraga bát eftir Hvítá í Borgar-
firði. Kvöldsett var orðið, og kald-
ur vindur blés af norðri. Ég var
norðan megin árinnar, rétt á móti
Teningslæknum, sem er á landa-
merkjum Þingness og Hvítár-
bakka.
Er ég nú var staddur þarna, sá
ég, að á kletti í ánni, sem er kallað-
ur Skurðsholt, lá litfagur fugl.
Þekkti ég þegar, að þetta var litla
toppönd, karlfugl.
í fyrstu hélt ég, að fuglinn væri
dauður, en er ég var kominn svo
nærri, að hann lá við fætur mína,
sá ég, að nefið var undir vængnum
og augun opin.
Ég horfði litla stund á þennan
litfagra fugl. Hárauð augun blik-
uðu eins og rúbínsteinar, en eigi
gat ég séð augun hreyfast. Svo
beygði ég mig niður og ætlaði að
taka fuglinn. En um leið og ég
snerti bak hans, vaknaði hann,
sparn við fótum og flaug í burtu
hröðum vængjatökum.
Þessi toppandarsteggur varð til
að vekja áhuga minn á svefni fugl-
anna.
Álftir stinga oft höfði undir
væng og sofa standandi. En aldrei
hef ég séð álftahóp, þar sem allir
fuglarnir sváfu í einu.
Stóra grágæs sefur á landi eða
stendur í örgrunnu vatni. Þær hafa
líka vörð eða verði, og oft má sjá
fullorðnu fuglana vaka yfir börn-
Um sínum. Ungfuglinn má þekkja
a því, að hann hefur enga svarta
^VUAVERNDARINN
díla á bringu eða kviði og fæturnir
eru móleitari. En stóra grágæs sef-
ur oft liggjandi með höfuð undir
væng.
Stóra grágæs hefur mörgum
fuglum fremur fasta svefnstaði.
Hún kemur þangað eftir að kvöld-
sett er orðið, flýgur hringflug yfir
svefnstaðnum og nálgast svo jörð-
ina með undarlegum vængjaburði.
Ef hún fær að vera í friði, heldur
hún tryggð við svefnstaði sína ár-
um saman. Svo hefur það verið hér.
Stokkandir og fleiri andategund-
ir sofa oft á vatni, en þó stundum
á landi. Eitt sinn fann ég við
Flókadalsá stóra fjölskyldu, sem
svaf undir árbakkanum. Ég horfði
á þær góða stund og vakti þær
ekki.
í annað sinn fann ég steinsofandi
Sjtokkandarstegg. Þá var ég á gangi
með læknum heima ásamt Jóni
Hannessyni bónda í Deildartungu.
í fyrstu héldum við, að fuglinn væri
veikur, því að hann flaug ekki, þó
að hann væri rétt hjá fótum okkar.
En svo ýtti ég við honum með
staf mínum, og við sáum hann
vakna og fljúga í burtu.
Hrafnar sofa líklega alltaf í
klettum. Þeir fljúga þangað áður
en aldimmt er orðið. Tvo svefn-
staði þeirra þekki ég, en annan
þeirra þekki ég, en annan þeirra
hafa þeir líklega yfirgefið vegna
þess, að ég kom þangað of oft og
raskaði næturró þeirra. Það var í
Langholtsholtum.
Hrafnagarg er ekki fagurt, en
21