Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 5
brugðizt skyldu sinni sem verk- stjóri, hér ekki síður en annars staðar fylgir vandi vegsemd hverri. Göngur og réttir hafa verið og eru enn einhver mesta hátíð árs- tns, tilhlökkunarefni ungra og ald- •nna í margar vikur ef ekki mán- uði. Það er stutt í bóndann í okkur ur öllum sem betur fer. En einmitt þessir dagar finnast mér gefa til- efni til þess að staldrað sé við og hver og einn aðgæti hvernig hann eða hún gengur þar að verki. Fæstir þeir sem uppaldir eru í sveit eru svo með öllu óliðtækir að þeir hafi ekki einhverntíma verið notaðir í smalamennsku og a. m. k. reynt að gera gagn. En það vekur mér alltaf jafn mikla furðu hvílíkur berserks- gangur rennur á suma þegar smala skal fé. Rólyndir menn og hófsam- •r, jafnvel komnir á efri ár, um- hverfast í skjótri svipan og verða einna líkastir gjósandi eldfjalli, spúandi orgum og fyrirskipunum í ullar áttir, svo hömlulaust og óvit- urlega að engum dettur í hug að taka nokkuð mark þar á. Einu á- hrifin af þessum fyrirgangi verður ringulreið og hræðsla hjá fénu og leiðinlegur, stundum því sem næst °mannúðlegur svipur yfir athöfn- mni allri. Ég hef stundum séð dauðþreytt fé rekið af ótrúlegum þjösnahætti, einmitt þegar styttast fer í réttina, göturnar þrengjast og gaddavírsgirðingar til beggja hliða, mamman búin að týna lambinu og lambið mömmunni og skepnan skelfd og þyrst. Menn berjast þá um og siga illa siðuðum hundum, hundbeita lömb sem stokkið hafa ut úr hópnum og hefðu komið í safnið aftur ef þau hefðu fengið tima til að átta sig. Menn aka jafnvel í bílum á eftir safninu og láta dólgslega. Allir hljóta að sjá, að það er þó ekki jafn leikur. Séu dýraverndarinn menn með þessu að fá útrás fyrir sínar neikvæðu hvatir og stjórn- semi sem mennirnir hafa ekki vilj- að hlíta, finnst mér þetta ekki rétti vettvangurinn. Ég býst þó frekar við að hér sé um hugsunarleysi að ræða, við gerum svo margt að vana sem betur væri látið ógert, við beitum svo oft óréttlæti gagnvart málleysingjunum sem við umgöng- umst, vegna þess að við höfum aldrei reynt að setja okkur í þeirra spor. Þegar í réttina er komið sést allt of oft of mikið af ónytjungum sem tefja fyrir og sýna skepnunum ruddaskap. Það er yfrið nóg fyrir kindurnar að vera sviptar frelsi sínu og öryggi, vera svangar og þyrstar, kannski meiddar, þó ekki sé verið að óþörfu að tef ja það verk sem vinna þarf, þ. e. að draga sund- ur féð og koma því í haga. Börn, og í mörgum tilfellum kvenfólk, - þetta verður að segjast þó á kvenna- ári sé - hafa í mörgum tilfellum ekkert í fjárdrátt að gera, þótt fíl- elfdir karlmenn sýni því miður einnig stundum handtök í þessu starfi, sem eru þeim til lítils sóma. Það er að mínum dómi ómannúð- legt að veltast um í réttum með handapati og stympingum, þeir einir sem ganga að drættinum sem heiðarlegri vinnu og í fullri vin- semd við kindurnar hafa þangað erindi, hinir ættu að halda sig við áhorfendahlutverkið við réttarvegg- inn. Dýravernd gagnvart nytjaskepn- um miðar allt of oft að því einu að vernda okkar eigin hag. Kind verður að fá góða haustbeit svo dilkarnir tapi ekki vigt, varast ber þjösnaskap í návígi sem leiðir af sér bláan og marinn skrokk sem þá fellur í lægri gæðaflokk. Það eru skiptar skoðanir á því hvernig dýravernd eigi að framfylgja. Rök eins og þau að mannleg tilfinn- ingasemi sé dýrunum ekki ætíð fyrir beztu,u kunna að vera rétt í einhverjum tilfellum. En húsdýrin, sem við höfum tekið algerlega í okkar þjónustu og aðlagað okkar þörfum á margan hátt, tel ég ský- lausa skyldu okkar að umgangast mannúðlega. Það hlítur að takast bezt með því, að við kynnum okk- ur þarfir þeirra og eðli. Þuriður Baldursdóttir.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.