Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 6
Köttur er líka lífvera • Köttur er dásamlegur heimilis- vinur. Hann er hreinlegur, oft mjög gcelinn og alltaf skemmti- legur, sé rétt með hann farið. • En þegar illa er farið með kött, rísa vandamálin ... Einhver vinsælasti heimilisvin- urinn úr dýraríkinu á íslenzkum heimilum er kötturinn. Oftast er hann leikfélagi barnanna, en hon- um er einnig lagið að hafa ofan af fyrir fullorðnu fólki við margvís- legustu aðstæður. En því miður er kötturinn stundum misskilinn og meðferð hans önnur en vera skyldi. Þegar svo ber undir, skilur fólk ekki, að köttur er líka lífvera ... með tilfinningar og skyn, sem næg- ir honum til að bregðast við mót- læti með varnaraðgerðum og þeim ekki alltaf æskilegum. Við öðru þarf ekki að búast. Köttur sem gleymist, þegar fólk hefur fengið nóg af honum eða hefur ekki haft lag á að lynda við hann, á oft ill örlög. Það er með ólíkindum hvað sumir eru vanþroskaðir í um- gengni við aðrar lífverur. Köttur, sem lent hefur hjá slíku fólki, er oftast dæmdur til að leggjast út, ef hann þá lifir af meðferð misk- unnarleysis og skilningsskorts mannfólksins. Þá er viðbúið að ævin endi sviplega með aflífun. Mannvonzkan er söm við sig, þar sem á henni krælir. Þess vegna er þeim, sem hugsa um það að fá sér kött, hollt að 6 hugleiða vandlega, hvort þeir í rauninni hafa þann áhuga og þær aðstæður, sem köttur þarfnast. Og þá ber alltaf að hafa það í huga, að köttur er ekki ungur nema einu sinni, eins og þar stendur. Það verður að hugsa um þann tíma, sem kötturinn er fullorðinn, þótt hann sé fenginn kettlingur. Þegar aldurinn færist yfir köttinn, breyt- ast að sjálfsögðu hættir hans, og oftast verulega eftir því, hvernig hann kemst af við eigendur sína. Skemmtileg og vinsamleg sambúð, heldur kettinum ótrúlega lengi ung- legum í háttum, en gagnstæð sam- búð getur á skömmum tíma gert hann villtan eða að minnsta kosti leiðan í sinni. Með og móti köttum. Algengustu athugasemdir þeirra, sem eru á móti köttum, eru þær, að kötturinn beri með sér vonda lykt, að hann eyðileggi húsgögnin og að ekki sé hægt að treysta hon- um. Kattavinir halda því aftur á móti fram, að kettir séu hreinlegustu heimilisdýrin (kötturinn þvær sér í tíma og ótíma)! og að þeir eigi eðli sínu og stolti vinsældir sínar að þakka. Óþægindi af köttum, hverfa eins og dögg fyrir sólu, þegar fólk kann að meta kosti þeirra. Óþægindin verða fyrst tilfinnan- leg, þegar fólk kann ekki réttu tök- in. Afvikinn staður! Auðvitað er ólykt af ketti, ef honum er ekki séð fyrir afviknum stað við sitt hæfi. Hann þarf ein- hvers staðar að hafa aðgang að kassa með einhverju í, sem þiggur vökvun, eins og t. d. upplesin dag- blöð. En bezt er að hafa sand í kassanum. Kattasandur í kassa er gjarnan blandaður einhverjum lyktarefnum, sem draga úr fýlu. Ef aðeins eru gömul dagblöð í kassanum eða eitthvað álíka, þarf að fjarlægja það strax eftir að kött- urinn hefur gengið nauðþurfta sinna. Eins er um sandkassa, að skipta verður í honum nokkuð oft. Það fer sem sé eftir umhyggju eig- endanna, hvort kötturinn lyktar illa eða ekki. Þeir sem bezt kunna til, hafa gjarnan tvo kassa til afnota fyrir köttinn sinn, með mismun- andi aðstæðum. Og hrýningarfjöl! Á sama hátt þarf að hugsa fyrir þeim þörfum kattarins, að brýna klærnar. Það er eðli hans, að vilja hafa klærnar beittar og tilbúnar til notkunar, ef á þarf að halda. Sé kettinum ekki gefið tækifæri til að brýna klærnar, bitnar það á hús- gögnunum eða gólfteppinu. Sannur kattavinur kemur sér af þessum sökum upp brýningarfjöl fyrir köttinn sinn, gjarnan vætta með einhvers konar náttúrulykt, t. d. jurtalykt. Með því móti fæst kötturinn frekar til að nýta fjölina, dýraverndarinn

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.