Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 12
Það hefur einnig komið í Ijós við tilraunir, að bæði einfrumung- ar, ormar, sniglar, maurar og fiðr- ildi merkja líka vægar breytingar á segulsviðinu og geta ákvarðað stefnuna. Það er ekki nein ástæða til þess að ætla ekki farfuglum á- líka hæfni. Auk alls þessa hefur komið í ljós, að þeir missa áttirnar, alveg eða að nokkru leyti, ef þeir lenda í þrumuveðri, eða ef mjög sterkur útvarpssendir verður á vegi þeirra. Attaviti farfuglanna. Er nú farfuglarnir halda áttun- um með einhvers konar áttavita, hlýtur það að vera líffæri, sem getur mælt breytingar segulsviðs- ins í hinum ýmsu breiddargráðum jarðarinnar. Síðan hafa fuglarnir meðfædda hæfileika til þess að velja rétta stefnu, út frá horninu sem myndast á milli þeirra og seg- ulsviðsins. Mönnum hefur einnig komið til hugar sá möguleiki, að farfuglarn- ir framleiði sjálfir rafsegulmagnað svið, þegar svo berundir eins og bent hefur verið á að gerist meðal sumra skordýra, sem geta flogið. Það er enginn vafi á því, að kennileiti, sól og stjörnur, hafa mikla þýðingu fyrir ratvísina. Það hefur verið fylgzt úr flugvél með farfuglum í meira en 8700 metra hæð. Þeir hafa eflaust sótt upp fyr- ir skýin til þess að fara eftir him- intunglunum. Með því vinnst einn- ig, að hraðinn meira en fjórfaldast af ríkjandi vindum þar, ef áttin og leiðin fara saman. En þeir missa ekki heldur áttanna undir skýja- þykkni. Náttúran hefur bersýni- lega gert þá úr garði með „neyðar- útbúnaði" sem gripið er til í vanda og stjórnað er af náttúrukrafti, sem alltaf er fyrir hendi. Slíkt afl er segulsvið jarðar. Margar fuglategundir undirbúa flugið með því að hópa sig. Á öðru stigi undirbúningsins fer fram æf- ingaflug, gjarnan í átt til varpstað- ar eða vetursetu. Sé hægt að færa öruggar sann- anir fyrir því, að farfuglar noti segulnæman áttavita, liggur beint við að ætla, að önnur flökkudýr, ófleyg, rati á sama eða svipaðan hátt. Þau hafa í raun og veru meiri þörf fyrir slíkan áttavita, þar sem yfirsýn þeirra er svo miklu minni en hjá fuglunum. Rataði leið, sem hún hafði- einungis farið sofandi. Leðurblakan miðar sem kunnugt er bráð sína með bergmálinu af hljóði sem hún gefur frá sér, sem hefur mjög háa tíðni. Það er ekki eins þekkt, að hún gerir viðreist, fer til heitari landa og heldur reyndar yfir opið haf. Þannig koma á hverju ári heilir hópar af þeim til Bermudaeyja, sem eru nálægt 1000 km frá næsta meginlandi. Þær fara þessar ferðir líka á daginn og þær hafa sézt í för með svölum. Leðurblaka var flutt 150 km leið frá vetrardvalarstað sínum í aðra holu, þar sem hún hélt áfram að sofa. En næsta vetur hékk hún aft- ur á sínum gamla vetrardvalarstað og hafði því farið leið, sem hún hafði aldrei flogið áður. Sjón leðurblökunnar er mjög vanþroskuð og þess vegna getur hún ekki stuðzt við hana til þess að rata. Hið sama gildir um hér- ann. Ef hundar fæla hann upp og elta, ratar hann skemmstu leið heim í bælið aftur, þegar hættan er liðin hjá. Kona nokkur, sem var dýravin- ur, fékk ekki af sér að drepa mýsn- ar, sem hún veiddi í gildru. Hún stakk þeim því í körfu og ók með þær út í skóg, sem þar var í grennd- inni. En alltaf var sami músagang- urinn hjá henni, því að mýslur komu jafnharðan aftur úr skógar- ferðinni sinni. 12 DÝRAVERNDAUINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.