Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 18
Úr blöðum minninganna „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum". Þannig hefst hið hug- ljúfa kvæði Jónasar Hallgrímsson- ar, sem hann nefnir: „Ég bið að heilsa", og sem raunverulega er ástaróður til íslenska vorsins. Allir kannast við áframhaldið og þá orðalist, sem þar er í letur færð. „Vorboðinn ljúfi", þrösturinn, „fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin sín". Það leynir sér ekki, að íslenska vorið orkar á vitund skáldsins með seiðmögnuðum mætti og að hug- urinn dvelur við fósturjörðina, handan við voldugt haf, en kvæð- ið er ort erlendis, eins og kunnugt er. Hið fræga skáld, Jónas Hall- grímsson, er engin undantekning í þessum efnum. Allir þeir, sem upp eru aldir í dreifbýlinu, við barm jarðar, fjarri skarkala kaupstað- anna, minnast vorsins með hlýhug fékk mér gott í gopuna, eru orðin of lítil fyrir mig, æ já, það er nú ekki gott. Hér koma stundum aðrir menn en konurnar mínar, þeir vilja sum- ir taka mig, það finnst mér ekki gott og yfirleitt finnst mér þeir allir tortryggilegir og ekki einu sinni skemmtilegir. Annars eru bæði konurnar og allt fólk afar merkilegt. Það skiptir til dæmis um ullina að vild sinni og er alla vega á litinn, stundum rautt í gær, grænt í dag. Og svo hvernig það fer með lappirnar á 18 og tregablöndnum söknuði jafn- skjótt og atvikin haga því svo, að þess verður eigi lengur notið. Og hvert sem leiðin kann að liggja hin síðari æviár, dvínar vorljómi æsku- og unglingsáranna treglega og í vitund allra unnenda frjálsrar náttúru ómar niður hvítra fossa og söngur lífsglaðra fugla til æviloka. Þegar ég hvarfla huganum aftur í tímann og minnist löngu liðinna vordaga frá uppvaxtarárum mínum og ýmissa atvika þeim tengda, kemur mér eitt þeirra ósjaldan í huga og hefur dregist stórum leng- ur en skyldi að bjarga því frá gleymsku. Ég átti þá heima á Helgastöðum í Biskupstungum og var að huga að lambám, því að sauðburður stóð yfir og var raunar skammt á veg kominn. Svo hagar þarna til, að snar- brattar hlíðar Vörðufells rísa upp sér, það er ómögulegt annað stundum en halda, að það sé að missa af sér fæturna, en svo koma þá báðir fætur innan úr hinum fót- unum og þeim muni ekki meira um að missa fæturna (þær ytri) en ég ullina. Nú aldrei ganga þeir á framfótunum, en gera allt mögu- legt og ómögulegt með þeim, sem ég mundi nú frekar brúka gopuna til, ef mér væri þá mögulegt að gera það. Meira um það og fleira seinna, langi ykkur að heyra meira frá mér. Einn heirnalningur. frá bænum. Á einum stað skagar mikill og breiður hryggur út úr fjallshlíðinni, ofan frá hamrabelt- um niður í rætur fjallsins. Hann nefnist Stóratorfa. En því nefni ég risa-„torfu" þessa, að hún kemur hér mjög við sögu. Varla var ég fyrr kominn upp fyrir túngirðinguna að þessu sinni, en ég heyrði, að ein ærin jarmaði ákaflega uppi í nefndri Stórutorfu. Og svo að segja samstundis kom hún hlaupandi niður fjallshlíðina og nam eigi staðar fyrr en ör- skammt frá mér. Horfði hún svo á mig bænaraugum og jarmaði sem mest hún mátti. Mér þótti háttalag hennar næsta kynlegt og gekk því nær henni. Sneri hún þá samstund- is til baka og þræddi sína fyrri slóð, en stansaði þó öðru hverju og leit til mín jarmandi. En jafnskjótt og hún sá, að ég fylgdi henni eftir, virtist hún ánægð og hraðaði för sinni upp fjallshlíðina. Ofarlega í Stórutorfu nam hún staðar, leit niður fyrir sig og svo til mín og jarmaði sem fyrr. - Sá grunur minn, að lambið hennar væri í háska statt og að hún hafi beinlínis sótt mig til þess að bjarga því, var nú orðinn að vissu. Það kom mér því ekki á óvart, að sjá þarna dimma holu, ægilega dauða- gildru fyrir lítið lamb. Sem betur fór, reyndist holan eigi vera dýpri en svo, að ég náði til botns í henni, en naumlega þó. Og þarna, niðri í hrollvekjandi myrkrinu, var, sem vænta mátti, bráðlifandi lamb, sem ég hóf að sjálfsögðu þegar upp í dagsbirt- una. Varð móðirin þá harla fegin og fagnaði afkvæmi sínu mjög innilega. - Hún hafði sjálf bjargað því frá kvalarfullum dauða. Eyþór Erlendsson. dýraverndarinn

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.