Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 13
Kötturinn rataði frá Rödby til Varde. Það eru til mörg staðfest dæmi um furðulega ratvísi kattarins. White-hjónin fóru með snjóhvítan kött, sem Tumimi hét, í lokaðri körfu og með lest frá Rizon til Cardiff. Kötturinn var gjöf til for- eldra frúarinnar. Daginn eftir hvarf kötturinn og tíu dögum síðar kom hann fram hjá fyrri eigendum, ör- magna og með blóðugar loppur. Fjarlægðin á milli Rizon og Car- diff er um það bil 400 kílómetrar, svo að kisi hefur farið að meðaltali 40 kílómetra á sólarhring. Og þetta kórónar ekki allt. Kött- urinn Lisa fór með ungfrú Rönne- kleiv frá Oslo til Nordfjörd í Vest- ur-Noregi, þar sem hún var skilin eftir hjá fjölskyldu ungfrúarinnar. Nokkrum mánuðum síðan fannst Lisa fyrir utan íbúð ungfrú Rönne- kleiv í Osló. Upp á eigin sptýur rataði hún 600 kílómetra leið, þvert yfir landið. Það er líka alveg makalaust, hvað kötturinn Knars afrekaði árið 1966. 1. maí kom hann frá Varde til Rödby, af því að eigandinn hafði flutzt. Nóttina á milli 10. og 11. júlí hljópst kisi á burt og 18. júlí var hann í Varde. Þetta þýðir, að kötturinn hefur fyrst farið til Nak- skov, þar sem hann hefur tekið ferjuna til Spodsbjerg, haldið síð- an yfir Langaland og brúna til Tásinge. Þetta er vitað með vissu, því að stjórnandi ferjunnar 13. )úlí tók eftir svörtum ketti með úberandi hvíta rák á einni löpp- inni. Frá Tásinge hlýtur hann að hafa Slglt til Svendborg, haldið áfram Uln Fjón til Assens, og í þriðja s*nn farið með ferju og nú yfir Árösund til Jótlands. Það sem eftir var leiðarinnar hefur hann hlaupið dÝRAVERNDARINN yfir móa og skóga. Knars kynni að hafa farið yfir Litlabeltisbrúna, en það er ósennilegt, því að þá hefði hann vikið mikið af beinu leiðinni á milli Rödby og Varde. Flökkudýr fara ekki í hringi. Menn þurfa ýmis hjálpartæki til þess að finna stytztu leiðina milli tveggja staða. Ef þeir villast, ganga þeir í hringi (sem er náttúruvörn), en slíkt gerist ekki meðal flökku- dýranna. Það hefur að sjálfsögðu verið reynt að finna þau líffæri, sem stjórna ratvísi þeirra, en hingað til hefur sú leit ekki borið árangur. Ekkert er það í líkamanum, sem líkist hið minnsta áttavita, enda var þess ekki að vænta. En það má hugsa sér að segul- magn jarðar hafi þau áhrif á heila- frumurnar, að dýrið finni til friðar á meðan það heldur réttri stefnu. Siglingatækni okkar er framúr- skarandi, en langt frá því að vera fullkomin. Tæknifræðingar og eðl- isfræðingar leita að betri lausn, og hugmyndina að henni væri sjálf- sagt hægt að sækja í dýraríkið, þegar og ef það heppnast og kom- ast að því, hvernig áttaviti dýranna er byggður og hvernig hann starf- ar. Lausl. þýtt, S. S. Úr þjóðsögunum Hundur launar lífgjöf. Eyfirðingur nokkur var á ferð meðfram Hörgá og sá þá að tíkar- hvolpur lá á steini í miðri ánni og bar sig hörmulega. Hafði hann einn borist á steininn af mörgum fleirum, sem kastað hafði verið í ána. Maðurinn vorkenndi hvolpin- um, barg honum og lét í barm sinn og gekk inn á Akureyri. Spurðist hann fyrir um það, hvort nokkur tík lægi á hvolpum þar nærri, en hún fannst hvergi fyrir. Aftur á móti var þar nærri kisa ein, sem hafði misst kettlinga sína. Hún tók feginsamlega hvolp- inn í fóstur og ól hann upp. Hann varð síðan dýrhundur, mikill og góður, og tryggur var hann svo af bar. Mörgum árum síðar fór lífgjafi og eigandi hvutta austur yfir heið- ar og hann með, til Ljósavatns- skarðs, lentu í blindhríðum og ó- færum. Einn dag kom hundurinn á bæ þar nærri og sníkti sér út beina- ruðuugga og roð hjá húsfreyju og hvarf með það út í bylinn. Svona fór í tvo daga. - Þriðja daginn fékk hann fisk-helming og hljóp af stað. En þá eltu menn hann, uns þeir komu á flugabrún og sáu, að hvutti sleppti fiskinum þar niður ofan í klettahillu. En þar var þá húsbóndi hans og vinur í óheldi og komst eigi aftur né fram. Hafði hann hrapað þangað í hríðinni. Hafði hvutti sótt honum mat, hungraður í sex dægur, svo að hann hélt lífinu og varð þarna borgið. Launi nú mennirnir betur það, sem þeim er vel gert. Hvutti dó úr elli. Þjóðs. Sigfúsar Sigfússonar. Sögn Vilborgar Gísladóttur. 13

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.