Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 17
Ef ég mætti mæla Ég elst upp hjá þeim er kallast menn og man mína upprunalegu mömmu dauft, en falleg er hún, hvít sem mjöllin nýfallin og með stór horn, stærri horn en nokkur önnur kind. Hún var góð við mig, en gaf mér ekkert í pelann minn. Ég horfi samt enn hreykin til hennar, hún er svo falleg, en vill nú ekkert hafa með mig að gera, er fundum okkar ber saman og ég er hálf hrædd við hana. Ef ég kem of nærri, ýtir hún til mín sínum stóru hornum og það er ekkert gaman, en ég sé, að hún þekkir mig, en vill samt ekki hafa mig. Henni þótti víst strax eitthvað verra, að ég vildi ekki fara undir hana, en hændist strax að konu, er þarna var. — Nú mér fannst annað hreint ekki hægt, hún var svo dæmalaust góð við mig og gaf mér mjólk í pelann minn og það var svo gott og létt að sjúga pelann, °líkt skemmtilegra og þægilegra en að fara að láta troða mér inn- nndir illa lyktandi skrokkinn á henni mömmu, og hvort þar var nokkuð að hafa veit ég ekki einu sinni, reyndi það aldrei, og mér finnst eiginlega konan vera mamma mín. Hún er indæl, svo kærleiks- r’k °g góð við mig og henni treysti eg og skoppa í kringum hana. Ég sé, að hún hefur gaman af þessu og svo strýkur hún á mér kollinn með framfótunum og þá verð ég svo sæl, það er nærri það hezta sem ég veit og svo sleiki ég hana. En mest gaman er að sleikja öVraverndarinn hana í framan, en það er nú ekki gott fyrir mig að ná til að strjúka henni um koliinn með tungunni, hún er svo gríðar há, enda ekki að fuða, því hún stendur oftast beint upp á endann og er merki- legt hvernig hún og mennirnir yfir- leitt geta haldið jafnvægi svoleiðis. Ég hef oft reynt það, en það geng- ur ekki nema ég hafi stuðning. En ég hef nú samt mín ráð. Þegar hún stendur svona upp á endann og fer framhjá vegg einum, þýt ég uppá hann og til hennar og þá get ég stundum komið tungunni á vangann á henni og látið hana með því vita, hvað vænt mér þykir um hana. Vegna þessa og fleiri kúnsta, er sagt, að ég sé skynsöm, og ég held að það sé ekki svo vit- laust. Það er önnur kona á bænum, hún er svo sem aldrei vond við mig, en gefur mér aldrei að sjúga og er ekki eins hugulsöm um mig og hún er meira á ferðinni. - Ég hef hálf gaman af henni, svona sem leikfélaga, en treysti henni ekki sem fóstru. Hjá fóstru er ég sæl, hún lofaði mér stundum að vera í fanginu á sér og þá svaf ég örugg og leið svo vel. Núna er langt síðan, að ég hef fengið það. Skrítið, hún segir að ég sé of stór, já, skrítið, það er svo margt sem ekki er hægt, af því að ég er of stór, t. d. göt, sem ég smeygði mér í gegnum inn í blómagarðinn og 17

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.