Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 8
Orustan við Mógröfina Á tíu til fjórtán ára aldrinum var aðalstarf mitt að hugsa um kindurnar hans fóstra míns í Há- túni (Jósteins Jónssonar), einkum vor og haust. Mér var þetta Ijúft, því að ég hafði óskiptan áhuga á kindum og svo var þetta sjálfsagt skyldustarf og ekki öðrum til að dreifa í slíka snúninga. Heimilishundurinn hét Spori, svartur og hvítbotnóttur, með ljós- ar lappir, sperrt eyru og hringað skott. Ósvikinn íslendingur! Við Spori urðum miklir mátar og eiginlega eignaði ég mér hann alveg sérstaklega. Nú ætla ég ekki að segja sögu hans alla; hún er þó þess virði, en hvað bíður síns tíma. Á þessum árum var ofar moldu ein umtalsverð hetja í hópi ánna hans Jósteins. Hún nefndist Kempa og var nafnið samkvæmt eðli hennar og athöfnum. Hún var alla jafna tvílembd. Þessi ær kom verulega við sögu okkar Spora á vorin ,því að hún var fram úr hófi túnsækin, en við Spori vorum auð- vitað verðirnir. Þá voru engar tún- girðingar, en vakað yfir vellinum og látlaus barátta háð við rollurnar og hestana, einkum rétt fyrir slátt- inn. Spori vissi vel, að til þess var ætlast, að við beittum fullkominni hörku í vörslunni og varð hann illa ræmdur af sumum nágrönnun- um fyrir ummerkin á töglum hest- anna. Einkum man ég, að næstu grannarnir í Ytra-Kálfsskinni kvörtuðu sáran yfir því, hvernig hundskömmin færi með taglið á honum Svip, reiðhestinum hennar Nunnu. Taglið var allt táið og skörðótt, svo að heimasætan gat naumast sýnt sig á gæðingnum á mannamótum. En Svipur galt þess, hve slótt- ugur hann var, túnsækinn og stað- ur, þegar að honum var ráðist. Fyrst var hann rækilega áminntur „framan frá", með æðislegu gelti og glefsingum, svo nærri höfði hans, að hesturinn hefði vel átt að geta skellt tönnunum í hundstrýn- ið, fannst mér, er ég horfði á við- ureignina. En þegar þessi aðferð bar ekki árangur, brá seppi sér eld- snöggt aftur fyrir hestinn, beit hann í afturfæturna og hékk svo í taglinu, með áðurnefndum afleið- ingum. Brást þá ekki, að Svipur gafst upp og gerði (vanalega ár- angurslausa) tilraun til að „slá" aftur í hundshausinn, um leið og hann sólhentist brott. - En þetta var nú eiginlega útúrdúr. Frásagan átti að snúast um hana Kempu. Kvöld eitt þegar „hreinsað var frá", sá ég til Kempu lengst niður í Mónum. Hún lámaðist þar með- fram lækjunum, eða lagðist í hvarfi við háar þúfur og ruðninga og lést gengin til náða, með hrútlingana sína kúrandi uppi á hryggnum. Ekki höfðum við Spori þó lengi heima verið, þegar þrem hvítum túnþjófum brá fyrir úti hjá Leik- hóli, og auðvitað var það Kempa komin. Kom þrenningin nú úr annarri átt að túninu til að blekkja verðina, en það tókst ekki; Spori sá um það. Nú var samstundis sprett úr spori og ráðist til atlögu rétt hjá tveim svarðargröfum, sem í til- raunaskyni höfðu verið teknar skammt utan við Leikhólinn. Kempa var sýnilega reið og hef- ur sjálfsagt þótt mistakast hjá sér áætlunin. Mætti hún hundinum strax með gagnárás; renndi á hann og beitti óspart hornum sínum, sem voru bæði stór og framstkð, en Spori lét sig ekki og hamaðist froðufellandi, beit í hornin sitt á hvað og síðast í ullina á hálsi ær- innar og milli hornanna. Hrútling- arnir stóðu í nokkurri fjarlægð, jarmandi öðru hverju, líklega af ótta við að hundurinn grandaði móður þeirra. Og ég horfði á, undrandi yfir harðsækni dýranna og að því kom- inn að stöðva leikinn þegar það gerðist, sem varð hápunktur at- burðarins. Hvort sem það nú var af tilvilj- un eða ásetm ráði meinfýsinnar sauðskepnu, þá hagaði allt í einu svo til, að hildarleikurinn stóð á bakka svarðargrafarinnar, sem var nærri því barmafull af vatni, og var hundurinn þeim megin. í hita bardagans gætti hann þess ekki, hvar hann var, en Kempa var greinilega „með á nótunum", því að á réttu augnabliki herti hún sóknina allt hvað af tók og stóð jafnsnemma sigri hrósandi á vatns- bakkanum. Seppi hafði sem se 8 dýraverndarinn

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.